Ég var að hlusta á útvarpið um daginn og eins og gerist stundum í þessum fáu skiptum sem ég hlusta á útvarpið hitti ég á svolítið merkilegt.
Það var viðtal við Tryggva M Baldvinsson, túbuleikara, lúðrasveitanörd og tónsmið. Hann stjórnaði Lúðrasveit Æskunnar eitt árið sem ég var í henni og lét okkur spila lögin Cold Shower og March Paralell. Þess vegna var mjög gaman að heyra um hann. Það voru nokkur verk spiluð eftir hann og meðal annars Cold Shower.
Mig langar rosalega að heyra þetta verk. Það er til upptaka af því með Blásarasveit Reykjavíkur, minnir mig. Mig langar líka að heyra einhver önnur verk eftir hann. Verst að það er frekar erfitt að finna svona óalgenga tónlist.
Veit einhver hvar ég get fengið þetta?
Ég veit að þetta er ekki beint klassík, eiginlega bara nútímatónverk, en það passar best hér, held ég.