Ok, takk. Ég á alveg slatta af tónlist eftir hann (eða meira, ég nappaði henni frá foreldrum mínum(þau eiga fullt af klassískum diskum sem þau hlusta aldrei á)) og veit eiginlega ekkert hvar ég á að byrja, kíki á þetta. Annars sé ég hérna lag eftir Carlo Gesualdo (1560 - 1613) sem heitir líka Tristis est anima mea, það er nokkuð flott.
Annars er það nokkuð magnað að byrja feril sinn sem klassíkur-fanboy á endurreisn, byrja frá grunni. Ef þú gerir það, hlustar þig upp frá endurreisn, muntu skilja klassík betur. Ég lofa því. Orðið klassík vísar einmitt í þá hugmynd að byggja á gömlum hlutum og gildum og láta þau þróast áfram milli kynslóða.
Bætt við 11. nóvember 2006 - 12:11
Og þú munt líka skilja rokkið betur.