Það er kafli úr hnötubrjótnum, og ég get talið í tugum bímynda og helmingurinn eru jólamyndir sem nota þetta sem stef. Núna er Santa Claus 3 að koma og ef þú spekkar þann trailer þá eru 3 hnötubrjótskaflar. Ég gæti verið einn um það en þetta er mesta syndgun á ágætum verkum eftir snilldar mann, Tchaikovsky!
Þetta er eftir Pyotr Tchaikovsky (eða Pétur Tsíjæjkoffskíj uppá íslenskuna), hann samdi einnig sjö alveg frábærar sinfóníur sem eru eiginlega hans helstu verk. Af þeim er sú sjötta þekktust (hún er líka þrusugóð).
Bætt við 16. október 2006 - 20:40 Samdi líka tvo píanókonserta sem ég gleymdi að minnast á. Sá fyrsti er eiginlega þekktasta heildarverkið hans þó að kaflar og þættir úr ballettunum hans séu eflaust þekktari.
Hann samdi 6! til að forða misskiling um að sinfonia 7 sé til eftir hann. Manfred er auðvitað sinfonia, þannig réttast væri að segja hann samdi 6 + manfred.
Já mér finnst Píanókonsert nr. 1 algjör snilld. En ætli þessi konsert sé svona “commercial” verk, sem sagt, verk sem spilast vel í útvarpi og svoleis? Enda mjög grípandi laglínur þarna á ferð, sbr. 5 sínfónía Beethovens.
ég hélt þú værir að meina 5 sinfonia Tchaikovsky, það myndi líka passa sem commercial verk. Það með því rómantíkustu verkum rómantíkanna og róandi verk sem myndi höfða til stóran hóps, 5 sinfoina Beethovens kallar á “heard thad, done this”.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..