Þetta er tónskratti (diabolus in musica) í sömu nótu og sjöund.
Tónskratti er ákveðið tónbil, sem þarf að sveigja mjög mikið til að það sé þolanlegt, sem þýðir að það hljómar afar illa á ósérstilltum píanóum og gítörum. Ástæðan fyrir því að metalhausar nota þetta er bendlunin við djöfulinn, en allt sem tengist satanískum særingum og fórnum virðist vera þeim afar hjartfólgið.
Tritone er aðferð við að nota og leysa tónskratta sem hörðustu og íhaldsömustu klassíkerar telja góða og gilda, varla er hægt að gera tónskrattan mýkri né þolanlegri en með þessari aðferð. Þannig að ef metalhausar þurfa á henni að halda ættu þeir að halda sér frá taugastrekjandi særingar- og fórnarathöfnum í bili.
Bætt við 31. ágúst 2006 - 23:57
Reyndar myndu hörðustu klassíkerunum sennilegast finnast betra að hafa fimmundina með.