Umm… það eina sem kemur í veg fyrir að Bach sé artist samkvæmt þinni skilgreiningu er að hann er dáinn fyrir löngu blessaður maðurinn. Hann flutti sín eigin verk af miklum móð meðan hann lifði. Stjórnaði hljómsveitum (spilaði á sembal með) eða flutti sín eigin orgelverk. Ég skil ekki alveg þessa skilgreiningu. Artist er einfaldlega listamaður, sem nær yfir mjög margt. Best finnst mér einfaldlega að nota orðin flytjandi og tónskáld (musician and composer / musikanten und komponist)