Aftur er ég ósammála þér. Fiðlur og sérstaklega píanó eru að mínu mati ofmetin (ég er ekki að segja að þau séu léleg eða verri en önnur) hljóðfæri, ástæðan fyrir fjölda verka fyrir þau er hvað þau hafa verið algeng. (Ástæðan er sú að fiðlan er ódýr, en tiltölulega auðvellt er að spila á píanó þannig að það sé áheyrilegt og þar að auki er píanó afbragðs hljómahljóðfæri). Síðan myndast samkeppni vegna fjöldans og getur hún af sér fjölda góðra hljóðfæraleikara sem leika á þessi hljóðfæri, sem verða brautryðjendur á sínu sviði, þróa tækni og fleira og kenna síðan næstu kynslóð: Þannig vindur þetta æ meira uppá sig.
Þegar tónskáld skrifar verk vill/þarf það oftast að vera öruggt um að verkið verði flutt. Þess vegna leitar það (nánast handahófskennt) til tónlistarmanna, sem undanfarin 500 ár hafa verið strengjahljóðfæraleikarar í flestum tilfella, og skrifar fyrir þá sérstaklega.
Þegar tónskáld fær hins vegar að skrifa nánast eins og það vill (sbr. þegar það skrifar sinfóníu) er útkoman allt önnur. Fjöldi óbósóla í sinfónískum verkum frá 19. öld er svo mikill að fyrsti óbóleikari er á sólóistakaupi hjá atvinnumannahljómsveitum. Hins vegar var ekki einn einasti óbókonsert með viti saminn á þeim tíma (nema á Ítalíu, en þeir voru á eftir umheiminum á öðrum sviðum tónlistar líka), eða nokkur önnur verk fyrir óbó. Róbert Schumann samdi reyndar þrjár rómönsur fyrir óbó og píanó en hann lét taka það fram að fiðla mætti spila óbópartinn (annars hefði þetta verk sennilegast fallið í gleymsku…).
Hins vegar er ekki óalgengt að tónskáld semji án þess að vera viss um að verkið verði flutt. En vegna þess hvað miklu færri spila á eitthvað annað en strengjahljóðfæri er verkið mun sjaldnar spilað, og vegna skorts á samkeppni, er spilað af framúrskarandi hljóðfæraleikara sem gerir það frægt.
Með fullyrðingum eins og að falleg klassík sé alltaf spiluð á strengjahljóðfæri sýnir fullyrðarinn bara hvað hann hefur heyrt fátt. Mörg falleg verk eru til fyrir blásara og söngvara, það máttu vita.