Sæl öll, ég er að semja “Anthem” vefsíðunar Trance.is og langar mikið að finna eitthvað flott dramatískt klassískt lag til að hafa í “breakdown'inu” í laginu, eitthvað svipað og “air on a G-string” eftir Bach ,Adagio for strings eftir Samuel Barber eða Lacrimosa eftir Mozart. Ástæðan fyrir því að ég noti ekki þessi lög sem ég taldi upp hafa þegar verið notuð í of miklu mæli í Trance heiminum af mun betri mönnum en mér.
Eina sem það má ekki vera er að það má ekki vera yngra en 100 ára (70 ár til að vera nákvæmur) upp á höfundaréttar vesenið Allt Eldra en það liggur við að sé “fair game” :)
Ef þið vitið um einhver lög sem gætu passað endilega skellið einhverjum nöfnum fram.