Hver er ykkar uppáhalds fiðlukonsert?
Ég held að það hafi ekki verið samdir jafnmargir konsertar fyrir eitt hljóðfæri en það hefur verið í nær algjöru uppáhaldi á öllum tímabilum, stóð kannski jafnfætis nokkrum hljóðfærum á barrokktímabilinu en annars hafa mestmegnis fiðlukonsertarnir gubbast útur tónskáldum allra tímabila klassískrar tónlistar. Mikið er úrvalið og því væri gott að nefna ástæður fyrir því afhverju þetta sé/u manns uppáhalds konsert/ar.
Ég ætla mér að byrja:
Uppáhaldsfiðlukonsertinn minn er hans Hindemiths. Sá konsert er bara svo yndislega leikandi og með svo bullandi framvindu að ekki er hægt að fá leið á honum, hljómsveitinn er meira partur af tónlistinni sjálfri og er meira en undirleikur og allt verkið er bara frábærlega lipurt en tekur oft djúpar sveiflur líka. Svo er konsertinn ekki einu sinni í tóntegund svo hann er alls ekki fyrirsjáanlegur.
Ég mæli með einni upptöku sem er með David Oistrakh á fiðlu og Hindemith sjálfum að stjórna sinfóníuhljómsveit Lundúna.