Mia mín, reyndu nú að sætta þig við það að píanó er slagverk og það er víst strengur í frönsku horni. Það er alveg óþarfi að halda einhverju öðru fram. Harpa er strengjahljóðfæri en SLAGharpan er slagverk því að hljómur framkallast með því að slá á strenginn með hamri. Píanistar eru ekkert sáttir við að píanóið sé slagverk en þannig er það samt fræðilega skilgreint og ég hef það frá tónfræðikennaranum mínum sem hefur lært bæði á slagverk og er jazzpíanisti og lærði í einhverjum voða fínum háskóla í USA.
Hljóðfæri eru flokkuð eftir því hvernig á að framkalla hljóðið, ekki úr hvaða málmi það er. Það þarf að slá á strengi píanósins til þess að fá hljóðið og blása úr bambus til að fá hljóð úr saxófón. Óbó, klarinett og saxófón eru tréblásturshljóðfæri því að munnstykkið, þar sem hljóðið myndast er úr tré. Franskt horn er málmblásturshljóðfæri. Sem og hin brass hljóðfærin. Hef á tilfinningunni að þú þurfir að kíkja aðeins á þessa síðu, þú virðist ekki vera með það á hreinu hvernig á að flokka hljóðfæri:
http://www.hljodfaerahusid.is/template1.asp?pageid=1693