Það eru haldnir í ár 4 vínartónleikar og það kemur mér ekki á óvart eftir að í kvöld voru “skemmtilegustu” tónleikar sem ég hef vitnað. Það var sannkölluð fjöldskylduskemmtun. Á sprotanum hélt eins og alltaf Peter Guth sem er sagður verða bestur í vínartónleikabransanum, og með honum mætti kona hanns á gítar(ekki eðlilegan heldur með tvöfalt) og strákur sem lék á harmoniku. Þið sem eruð smeykir við að prófa fara á sinfoníuna og eruð byrjendur þá er þetta málið. Ég er enginn sölumaður sinfoniunnar en það er hægt að nálgast miðanna
http://www.sinfonia.is/event_search.asp það er að fyllast í öll sætin og ég held það sé meira laust laugardagskvöldið, því ég tók seinasta miðan í gær á tónleikanna sem voru 4 jan.
Enn og aftur þá segi ég að þetta er snilldartónlist fyrir alla!