Bylting í barrokinu!
Það voru að finnast nákvæmar stillingarleiðbeiningar að verkum Bachs! Þannig að allt sem hefur verið tekið upp eftir hann hefur alls ekki hljómað eins og ætlað var. Sérstaklega hjá píanóleikurum (þar sem þeir geta ekki stillt sín hljóðfæri um leið). Marga hefur lengi grunað þetta (fylgjendur íhalds í barrokkhljóðfæri) en nú er þetta komið á hreint. Leiðbeiningarnar fundust í handriti á verki eftir Bach, þær voru á hvolfi drekktar í einhverju flúri og eitthvað. Ég veit ekki mikið um þetta, en hérna er grein sem segir alla sólarsöguna: http://bachtuning.jencka.com/essay.htm