Í ljósi þess fjaðrafoks sem geysað hefur í umræðum áhugamálsins síðustu daga hef ég hafið hinar ýmsu vangaveltur um tilgang og ástæður tónlistar og hvernig hún réttlætir sjálfa sig gagnvart öðrum tegundum tónlistar, og hefur það leitt mig að minni skoðun á hinu eina sanna aðalatriði tónlistar.

Tilgangurinn.

Það er tilgangurinn sem að tónlistin er samin í sem réttlætir tilveru hennar og ástæður fyrir hlustun. Hvort sem það er köllun tónskáldsins til tónsmíða, tilfinningaleg þörf fyrir tjáningu eða einfaldlega vilji höfundar til að láta gott af sér leiða í gegnum þetta listform.

Ef að tilgangurinn er að gera tónlist sem á að vera rugl, þá er tónlistin rugl og getur þar af leiðandi ekki talist tónlist.
Ef að tilgangurinn er að gera tónlist sem hefur þann eina tilgang að verða markaðsvara, þá hefur tónlistin verið lítilsvirt og verður það verk aldrei marktækt í hóp þeirra verka sem risið hafa upp úr mannlegri sálarvitund.

- Colds