tónlist þarf ekki að vera reglubundinn né lúta neinum lögmálum til þess að vera góð og t.d. er eitt það sterkasta við rokktónlist sem höfðar til fólks er að reglurnar fyrirfinnast ekki og spilagleðin getur fengið að njóta sín í tónleikum á meðan ef menn myndu mæta á tónleika hjá einhverri sinfóníu myndi sú spilagleði ekki fyrirfinnast vegna þess að það er gífurlegt álag á tónlistarmennina auk þess að þeir þurfa kannski að vera að spila sömu stykkin aftur og aftur ár eftir ár
Rangt rangt rangt…. það sem ég er einmitt að gagnrýna við Rokk er hvað það er ótrúlega fyrirsjáanlegt og einmitt lýtur svo mörgum reglum og lögmálum. Taktu þér bókina “Hljómfræði I - frumtök”* í hönd, taktu svo nótur af uppáhalds popplögunum þínum og kannaðu málið, ég hvet þig eindregið til þess. Margt sem þér mun þykja miður skemmtilegt mun koma í ljós.
Annars er gott að vita að við leitumst eftir sömu hlutum í tónlist, annars væri þessi umræða tilgangslaus :p
Ekki svo gleyma því að í klassískri tónlist er tekinn tími til að spila gjörsamlega af fingrum fram - spunnin sóló í miðjum lögum kallast nefninlega cadenzur og eru upprunnar úr konsertum 18. aldar.
*sem er 100 ára gömul bók (bók Schönbergs, Theory of Harmony, sem “Hljómfræði I - frumtök” er byggð eftir) með tónlistar-reglum byggðum á reynslu 300 ára á undan.