Svo vil ég benda á það að minimalismi er alls ekki eina stefnan í nútíma klassík.
Serialismi er til dæmis önnur mikilvæg stefna, Webern, Stockhausen, Messiaen og Boulez eru mikilvæg tónskáld ef þú villt kynna þér þá stefnu.
Svo er neo-klassíkin nokkuð stór líka. Úr þeirri stefnu kemur eitt uppáhaldstónskáldið mitt, Francis Poulenc (verk: Les Bitches, Orgelkonsert og Sextett fyrir píanó, klarinett, óbó, flautu, fagott og franskt horn. Ég hef aðeins heyrt eitt söngljóða hans og líkaði vel, annars mér skylst að hin séu öll frábær). Önnur og kannski mikilvægari tónskáld fyrir stefnuna eru áðurnefndir Bartók og Hindemith en einnig voru til dæmis Igor Stravinsky (“Vorblót” er eitt allra mikilvægasta verk 20. aldar og höfðu “Eldfuglinn”, “Petrútska” og “Appollon” einnig mikil áhrif) og Sergei Prokovief (“Pétur og Úlfurinn” er verk eftir hann sem flestir þekkja, hins vegar er fimmta sinfónían hans þó mikilvægari bæði fyrir neo-klassísku stefnuna og í því að gera hann mikilvægan fyrir hana), en Prokovief samdi mikið af kvikmyndatónlist og lagði mikið til í þá hefð sem hefur myndast í þeim efnum.
Neo-klassíska stefnan er frekar aðgengileg þar sem hún hélt að nokkru leiti við dúr og moll hefðina (þvert á við serialisiman til dæmis). Hún er vestræn kvikmyndatónlist þar sem kvikmyndatón“skáld” nútímans hugsa sig ekki tvisvar um áður en þau fara á kreik og stela öllum hugmyndum úr stefnunni sem eru steini léttari, enda nær kvikmyndatónlist nútímans ekki helmingi þess djúpristandi krafts sem býr í neo-klassísku stefnunni. Þó eru nokkrir aðillar sem eru tilbúnir til að setja einhverja hugsun og kraft (en mjög ólíklega eitthvað nýtt) í tónlist sína, þá nefni ég menn eins og John Williams og Howard Shore en eins og ég sagði eru þeir engir frumkvöðlar og væru ekki nefndir hér nema sökum frægðar þeirra.