Það fer auðvitað eftir því hvernig metall þú ert að tala um. Metall er að mér virðist einfaldlega mjög taktföst tónlist, þar sem mest er lagt upp úr þéttum takti (double kickerinn hjá sumum af þessum svartmálms-sveitum fer að verða að samfelldu hljóði bráðum, ég sver það). Það er eins og megin-tilgangur metals sé að leiða fólk í trans þar sem það þarf ekki að hugsa mikið og maður er bara tilfinningarnar eða hvað það er sem tónlistamennirnir eru að reyna að vekja upp. Reyndar er ég hér að lýsa fáum svartmálmslistamönnum en ég get séð fátt ólíkt fyrir utan frontinn og lúkkið hjá flestum þessara sveita og bara meðal popp-bandi. Laga-uppbygging svipuð, tónlistin afar yfirborðskennd og oft á tíðum væmin og gjörsamlega ófrumleg (nema einhver ofsafenginn hraði hjá þeim metalböndum sem þurfa að lappa upp á ímyndina).
Þessir fyrrnefndu sem gætu verið að gera eitthvað að viti eru mjög fáir, ég hef bara heyrt í tveim hljómsveitum sem komast nálægt því að gera eitthvað gott úr list sinni á þeim sviðum; sveitirnar Silencer og Dödheimsgard
Í síðarnefnda flokkinn fellur eitthvað rugl eins og Cannibal Corpse, Sepultura, Opeth, nær allur power metall. Ég hef auðvitað bara hlustað á 1-2 lög með þessum sveitum þar sem ég var ekkert alltof spenntur fyrir því að hlusta á meira, kannski var ég bara óheppinn að hitta á sérstaklega slæm lög en ég efast um það.