Ég veit ekki hvort þú sért sjálfur píanisti eða ekki, en barrokk tónlist er yfirleitt gríðarlega þurrt efni til að tyggja sig í gegnum fyrir píanista.
Þó ég hafi mjög gaman af því að hlusta á allskyns prelúdíur og kammerkonzerta, þá gersamlega hryllir mig við því að byrja að læra Bach fúgur.
En hins vegar þegar maður er kominn með hana almennilega, þá er yfirleitt orðið gaman að spila hana.
Ó, og það eina sem breytist frá stökkinu frá sembal yfir í píanó er hljómurinn í hljóðfærinu, hljómagangur er alveg sá sami. Skil ekki af hverju þú kallar það umskrifanir …
- Colds