Jæja …

Nú hefur ákveðin þráhyggja gagnvart verkum Berlioz skotið rótum í haus mínum um sinn, eftir ítrekaða hlustun á ungverska marsinn úr Faust (sem sumir kannast kannski við sem Rapsódíu #15 eftir Liszt). En þetta verk, að mínu mati, útskýrir einfaldlega hvers vegna karlinn var skopteiknaður sem stjórnandi hljómsveitar með fallbyssum, og mig bókstaflega hungrar í meira.

En því miður er þekking mín á verkum hans takmörkuð, þess spyr ég þá sem kunnugir eru þessu verki eða verkum Berlioz alfarið, hvort það séu ekki fleiri verk í þessum dúr sem að sé þessi virði að leita uppi?

- Colds