Í þessum töluðu orðum er ég að hlusta í svona þúsundasta skipti á níundu sinfóníu Dvorák, ég hef spilað hana og diskurinn með henni er svo mikið spilaður að hann hlýtur að fara að eyðast upp bráðum. Þessi sinfónía stendur hins vegar alltaf fyrir sínum stöðugu og óteljandi gæsahúðarhrollum og snilldarlegum ofurleika.
EF þið hafið ekki hlustað á þessa sinfóniu þá…. gerið það!
ps. Ég mæli með upptöku sem Berlin philharmonic gerði árið 1973 með Rafael Kubelik sem stjórnanda.