Þú sagðir að það væri leiðinlegt að spila þessi lög eftir (Johann Sebastian) Bach (fæddur 1685, dáinn 1750), á píanó. Það er lika frekar leiðinlegt að hlusta á þau spiluð á píanó, en þau eru skemmtileg spiluð á sembal. Þess vegna datt mér í hug að það væri kannski skemmtilegra að spila þau á sembal. Semball og píanó hafa hrikalega ólíkan tón.
Það eru líka skemmtilegar melódíur í barokkinu segi ég og þótt ég hafi mest gaman af Tchaikovsky, Poulenc og Feldman hlusta ég líka helling á barokk og endurreisnatónlist. Þú hlýtur að sjá að það sé fáránlegt að afskrifa heilu aldirnar bara því maður hefur kannski upplifað þær hálfleiðinlega í gegnum hljóðfærið sitt. Hljóðfærið mitt (óbó) var allavega í miklu uppáhaldi hjá barokkurunum og flestir spreðuðu sínu flottasta á það þannig að það er í raun mjög eðlilegt að þú sem hefur kannski bara spilað umskrifanir fyrir mjóg ólíkt hljóðfæri upplifir barokkið öðruvísi.
Ef þú hlustar á Flugeldasvítu Händels heyrirðu að barokk er spurning um nokkuð mikið meira en 2 raddir.