Ég er því algerlega fylgjandi að Pachelbel - Canon in D. Sé fullkomnun í tónlist… Ef þið vitið um eitthvað betra þá endilega segið mér það… Bach - Air er möguleiki….
Ég væri sammála þér ef að það væri ekki búið að skemma þetta verk með sífelldri notkun í tryggingaauglýsingum.
Ég er frekar lítið fyrir barokk tónlist, kýs frekar Chopin, Liszt eða Rachmaninov og held því alfarið fram að fullkomnun sé í rapsódíu Rachmaninovs eftir þema Paganinis.
Fullkomnasta verkið er að sjálfsögðu persónubundið…. Ef við erum bara að tala um klassísk verk þá kýs ég Rachmaninov eða jafnvel eitthvað eftir Bach… Áður en barokk tímabilið hófst þá töluðu margir um að það væri búið að ná fullkomnun í nokkrum tegundum tónlistar. Er það fullkomnun í tónlist yfir höfuð?
Fullkomnun í hverju? Tónlist hefur mismunandi hlutverk, sum verk túlka vonleysi og eymd, önnur örvæntingu, en önnur sigurvímu, önnur fegurð, önnur himneskju o.s.f.v.
Clair de lune er ekki píanókonsert heldur hluti af píanóstykkinu Suite bergamesque eftir Debussy. Til að verk teljist píanókonsertar þarf að vera hljómsveit að spila með píanóinu. Debussy samdi reyndar enga píanókonserta, en þó eina fantasíu fyrir píanó og hljómsveit.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..