Ég kláraði 8. stigsprófið samhliða fyrsta ári mínu í núverandi námi, eftir það ákvað ég að kalla það gott.
Eins og keppnin fór fram þegar ég tók þátt, þá undirbúa þáttakendur úrval verka fyrir hverjar umferðir eftir settum skilyrðum. T.d. barrokk, klassík og rómantík í fyrstu umferð, nútíma, íslenskt, frjálst val eða sérsamið verk í úrslitaumferð. Skilyrði valsins á verkum fara eftir þeim flokki sem hver keppandi er í.
Síðan er nefnd dómara sem úrskurðar þá sem halda áfram í úrslit og velja svo sigurvegara eftir að hver keppandi hefur leikið sína dagskrá á skipulögðum tónleikum.
Svona gróflega tekið saman.