Ég er búinn að taka eftir alveg hreint frábæru efni sem fólk er að skapa víðsvegar um allan heim með sérsaklega sellóum. Þar í hópi er hægt að nefna: Apocalyptica, selló metal bandið frá Finnlandi sem er að gera góða hluti, Jorane, sellóleikari frá Kanada sem skapar tónlist með sellóinu sínu og syngur í leiðinni, Rasputina, þrjár ungar dömur sem eru að gera alveg hreint frábæra hluti. Og svo má svosem lengi telja meir. Mér finnst alveg hreint frábært þegar klassísk áhrif blandast við nútímatónlist. Sérstaklega þar sem þetta fólk er að nota hæfileikana sem það hefur á klassísk hljóðfæri. Það er nefnilega ekkert eins létt og sumir halda, onei og alls ekki ein létt og að taka bara upp gítar og spila, nei neinei, þetta tekur margra ára æfingu og mér finnst þess vegna svo frábært að fólk sé að nota svona falleg hljóðfæri eins og t.d. sellóið í nútímadæmi. Það var svona það helsta sem ég vildi segja….
Góðir linkar:
www.yo-yoma.com
www.apocalyptica.com
www.r asputina.com
www.jorane.com