Magnús Blöndal Jóhannsson

Magnús Blöndal Jóhannsson er fæddur á Skálum á Langanesi 8. September árið 1925. Móðir hans hét  Þorgerður Magnúsdóttir og faðir Jóhannes Kristjánsson. Hann byrjaði kornungur og að spila á píanó og 7 ára var hann farinn að semja lög við píanóið, aðeins 10 ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur og var yngsti nemandinn á þeim tíma að innritast í Tónlistarskólann í Reykjavík. Kennarar hans voru Mixa, Urbancic og Karl O. Runólfsson.  Hann lék fyrst opinberlega 11 ára gamall.

Honum Magnúsi langaði í nám erlendis en vegna stríða í evrópu hafði hann lítið annað að velja en að fara í nám til Bandaríkjanna. Að loknu námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1945 sigldi Magnús Blöndal ásamt föður sínum til New York með herflutningarskipi. Hann innritaðist í Julliard og stundaði nám í hljómsveitastjórnun, tónsmíðum og píanóleik fram til ársins 1954. Kennarar hans voru m.a Bernard Waagenor, Marion Bauer, Fobert Ferrante, Louis Teicher og Carl Friedberg. Hann Magnús varð ástfanginn af  Bryndísi Sigurjónsdóttur og giftu þau sig í New York árið 1947. Á meðann Magnús var í Juliard stundaði Bryndís nám í sálfræði, enskum bókmenntum og frönsku við Columbiuháskólann. Tónsmíðar Magnúsar voru á skólaárum tónal tónlist, verk sem eftir hann liggja frá skólaárunum eru m.a  Little Raindrops ásamt fleirrum söngverkum og hljóðfæratónlist fyrir pianó eða litla hópa.
Það var uppúr 1950 sem að hann Magnús fór að prófa sig áfram í framandi tónsmíðaaðferðum, hann komst í kynni við Edgar Varése í kaffiboði og varð hann mjög forvitinn um nýja óhefðbundna tónlist. Skólinn sem hann var í lagði alla áherslu á hefðbundna tónsmíðaaðferðir. Hann samdi verkið fjórar abstraktsjónir sem er 12 tóna verk í sinni hreinustu mynd og er líklega fyrsta íslenska atónal verkið.
Verkið er 12 tóna stykki sem notast við þekktar breytingar atónalaðferðir á tónaröðum(stefum) t.d snúun, speglun og snúunspeglun.

Franska tónskáldið Edgar Varasé

Þau hjónin fluttust aftur til Íslands árið 1954 þá fljótlega hóf Bryndís störf hjá Rúv en Magnús sinnti aðeins litlum verkefnum hjá Rúv um tíma og varð ekki fastráðinn fyrr en seinna.  Hún Bryndís er þekktust fyrir umsjón á þættinum „Óskalög sjúklinga“. Hann Magnús starfaði hjá Rúv til ársins 1974, auk þess starfaði hann sem tónlistargagngrýnandi dagblaðsins Vísir frá 1954 til 1957. Hann Magnús starfaði mikið í leikhúsi, hann var píanóleikari og aðstoðarkórstjóri fyrir Þjóðleikhúsið á árunum 1956-1961. Hann varð svo seinna hljómsveitarstjóri við leikhúsið eða 1965-1972, meðal verka sem hann stjórnaði voru Stöðvið heiminn,  Ó, þetta er indælt stríð, Marat Sade, Járnhausinn, Fiðlarinn á þakinu og Brúðkaup Fígarós, í allt stjórnaði hann um 300 sýningar.
Á sjötta áratugnum heimsótti Magnús mörg tónlistarstúdíó í Köln, Varsjá og París, og fékk kynni á algjörlega nýjum miðli. Heima fyrir komst hann í mikil kynni við gang mála erlendis frá sem fylgdi m.a stöðu hans hjá Rúv sem var útsendingarstjóri. Hann ákvað að reyna að skrapa saman hluti sem hann gat til að reyna gera frumraun á elektrónísku verki. Á þessum tíma voru segulbönd aðeins notuð til að taka upp talað mál og þótti yfirmönnum Magnúsar sóun að taka upp tónlist á böndin. Þrátt fyrir það samdi hann verk fyrir segulband og blásarakvintett. Hljóðin sem Magnús hafði kost á að taka upp voru að finna í sínusbylgjutæki Ríkisútvarpsins, ekkótæki, klangplötu og filetra. Þetta var gróflega 12 tóna tónsmíð afleitt í punktalískan stíl en tónarnir voru að finna á ýmsum áttundum í verkinu, ásamt því má finna suð og smellur sem hann tók um á mjög frumlegan hátt eins og að taka upp suðið sem kemur þegar flett er á milli útvarpsstöðva. Á segulbandið var aðeins hægt að taka upp eina rás í einu og þar af leiðandi getur bara eitt hljóð verið í gangi í einu, blásarakvintettinn er saminn algjörlega atónal og kemur alltaf til skiptis við segulbandið, aðeins einu sinni eru hljóðfæri og segulband að spila samtímis í einu.
 

Verkið var samið í Reykjavík árið 1959 og frumflutt á öðrum tónleikum Musica Nova þann 11. apríl 1960.  Í umsögn um verkið hans Magnúsar skrifar hann Jón Þórarinsson eftirfarandi:
En það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að hugsa sér, að gaman gæti verið að fást við þessi "elektrónísku" tæki, og ekki sýnist fjarstætt, að með þeim megi skapa skiljanleg og myndrík tónlistarform, sem þó væru án tengsla við hefðbundið tónkerfi, alveg eins og slík form má finna í músík Balí-manna og annara "frumstæðra" þjóða, sem engin kynni hafa af því, sem við köllum tónlistararfleifð okkar.

Musica Nova var stofnað í árslok 1959 tilgangi að stofna samtök sem hefðu að markmiði að flytja tónlist, erlenda sem innlenda, nýja sem gamla á sérstökum tónleikum sem kenndir yrðu við samtökin. Stofnendur komu saman við hringborð á veitingahúsinu Naustinu í Reykjavík til að ræða stofnun félags sem skyldi hafa það að markmiði "annars vegar að kynna tónlist ungra íslenzkra höfunda og eldri tónlist, sem flutt var á óhefðbundnum tónleikastöðum.“ Að tillögu Magnúsar Blöndal Jóhannssonar fékk félagið nafnið Musica Nova - nafn sem málvöndunarmenn voru ekki allt of hrifnir af, en nafnið endurspeglaði á margan hátt tilgang félagsins. Stofnendur voru Einar G. Sveinbjönsson fiðluleikari, Gunnar Egilsson klarinettuleikari, Ingvar Jónasson fiðluleikari, Sigurður Markússon fagottleikari, Jón Nordal, Magnús Blöndal Jóhannsson og Fjölnir Stefánsson.

Það sama ár (1960) samdi hann Magnús hreint elektróverk sem endaði að vera mest spilaða verkið hans á erlendri grundu, og komst hann Karlheinz Stockhausen yfir upptöku af verkinu í stúdíói í Köln og notaði verkið sem sýnidæmi í fyrilestrum sínum í Bandaríkjunum. Í verkinu notast Magnús við sínustóna sem framleiddir eru með sínusgenerator, smelli úr taktmæli, hljóð frá symbal, hljóð sem myndast við að taka lokið af pappahólk, talaðann söng og söngrödd. Leikkonan Kristín Anna Þórarinsdóttir söng titil verksins inn á band og Söngkonan Þuríður Pálsdóttir syngur nokkrar hendingar í dæmigerðum punktualistiskum stíl. Önnur hljóð má nefna hendingar úr orgelverkinu Ionization(1957) og suð sem myndast við að fletta útvarpsrásum. Verkið var frumflutt á Musica Nova tónleikum 6 desember 1961 ásamt raftónlistarverki eftir Þorkel Sigurbjörnsson og fleirri hljóðfæraverkum m.a annað eftir Magnús Blöndal sem heitir 15 tóndæmi fyrir flautu, óbó, klarinettu og fagott. Eftirmálar þessa tónleika kom af stað stóru rammakveini yfir tónlistargagngrýnendur og unnendur á Íslandi og skrifar Björn Franzson gagngrýnandi Þjóðviljans eftirfarandi: ,,Hljóta þeir ekki flestallir að gera sér þess grein, að hér með er öfugþróun listarinnar komin á leiðarenda? Héðan af á hún ekki nema um tvennt að velja: Lokaskrefið út í tómið kalt og dimmt og dautt eða afturhvarf að hinum lifandi uppsprettulindum allrar sannrar listsköpunar“ og með þessu boðar hann dómsdag tónlistarinnar.

Constellation, eða samstirni. Fyrsta hreina elektróverk á Íslandi.
 
 
Það má segja að hápunktur í ferli Magnúsar hefi verið 1962 það ár samdi hann sinn þekktasta smell sem er sönglagið Sveitin milli sanda sem samin var fyrir samnefnda heimildarmynd með söngkonuna Ellý Vilhjálms í huga, það lag er mjög melódískt og þykir fólki enn í dag athyglisvert hvernig svona sönglag gat komið frá raftónlistarmanni. Og svo var það stærsta tónsmíð hans Magnúsar fyrr og síðar sem er verkið Punktar – f. Sinfoníuhljómsveit og elektróník. Segulbandið var að venju samansett úr mjög frumstæðum hljóðum, en í hljómsveitarparturinn inniheldur lúku af slegverki og þónottkuð af kvarttónum. Verkið hefur ákveðna hugsun, það snýst um að punktar í fjórum ferningum (mynda 12 punkta) liggja þétt að hverjum öðrum en þegar úrvinnsla á verkinu hefst þá byrja punktarnir að hreyfast innbyrgðis og mynda hreyfingu í kringum einskonar möttul. Þessi hugsunnarháttur var Íslendingum fjarstæðukenndur og ekki skánaði að prógrammlýsingin þótti vera skrifuð á óskiljanlegu máli, dæmi: ,, Elektróník er beitt í nær helmingi tónsmíðarinnar. Auk hins venjulega krómatíska tónlftóna-stiga eru notaðir míkrótónar, nánar tiltekið kvart-tónar. Hljóðfall byggist á metrónómískri heildareiningu fjóðungsnótu, sem rúmast 60 sinnum á einni mínútu, en hún er leyst upp í mjög svo fjölbreytilegar undirskiptingar. Píanóið bætir inn sterkum, stríðum litum með þéttum tónklösum.“
Eftir flutningin var hlegið og mótmælt harðlega þessu verki enda voru áheyrendur mjög óvanir svona nýrri tónlist, hann Jón Þórarinsson skrifaði í dagblaðið Vísi að þetta verk hefði verið það nýtískulegasta sem nokkruntímann hefði verið flutt á Íslandi, og reyndi eins og hann gat að réttlæta þetta verk með að hrósa Magnúsi fyrir frumleika.

Sveitin milli sanda í frægum flutningi Ellý Vilhjálms

Í félagsstörfum var hann fyrir utan Musica Nova virkum í ýmsum störfum fyrir Tónskáldafélag Íslands, t.d var hann fulltrúi félagsins á Alþjóðaþing UNESCO í París 1958 og Alþjóðaþing ISCN í Strassborg árið 1961. Af öðrum áhugamálum Magnúsar er að nefna ljósmyndun, siglingar og flug. Hann var virkiur innan Svifflugfélags Íslands og var kjörinn foraður félagsins, hann vann ötullega að endurvekja það og gera það virkt. En árið 1963 hætti hann öllum félagsmálum.
Það var þetta örlagaríka ár sem setti stórt strik í líf Magnúsar sem breytti honum sem eftir var, kona hans Bryndís Sigurjónsdóttir sem lést árið 1963. Eftir fráfall hennar samdi hann ekkert næstu árin, hann lenti í þunglyndi sem leiddi í mikla drykkju. Honum tókst að klára avant-garde þríleikinn Sonorities árið 1968 og kvæntist hann sama ár henni Kristínu Sveinbjörnsdóttur og eignaðist með henni einn son, Marínó Má Magnússon. Það var um 1970 þegar hann Magnús skrifar sinn fyrsta ballet - Frostrósir og er stærsta verkið sem honum tókst að skrifa á þessum tímapunkti.  Þau Magnús og Bryndís slitu sambandi árið 1970. Árið 1972 ákvað hann Magnús að fara í meðferð til Bandaríkjanna, hann dvaldist þar mjög lengi. Eftir meðferðinna fékk hann vinnu á meðferðarheimilinnu sem rútubílstjóri og líkaði vel þar. Hann kvæntist Sigríði Jósefsdóttur árið 1974 en hún lést af slysförum árið 1977 (ekki tókst greinahöfundi að finna heimildir um samband þeirra beggja á meðann Magnús var í meðferð). En fjórða kona Magnúsar er Hulda Sasson.

Aría, sönglag eftir Magnús

 
 
Árið 1980 hefst nýr tímapunktur í lífi Magnúsar með verkinu Adagio sem er skrifað út fyrir hljómsveit eða orgel, verkið er í gjörólíkum stíl og má flokka til nýrómantíkur. Verkin Hieroglyphics og Atmos I frá árunum 1982 eru gjörólík öllu öðru, þau eru samin á hljóðgervil og er mjög slakandi tónlist sem mætti flokkast undir New Age tónlist. Frumleikinn og módernisminn sem hafði logað af Magnúsi árum áður var alveg horfinn og það litla sem var samið eftir 1980 var allt í afar einföldum stíl. Og tilraun hans til Sonorities 4 gekk ekki vel til. Hann Magnús var orðinn lúinn kall og voru tónsmíðar kanski ekki það sem hentaði honum best. Hann sinnti þó nottkrun störfum fyrir andlát sitt m.a sem píanisti um tíma á Hótel Örk. Lítið er að finna um opinberar heimildir um síðustu ár Magnúsar en þeir sem þekktu hann töldu hann heldur veiklulegann undir það allra síðasta.

//