Hér er verkefni sem ég gerði fyrir List 103 og vona að þetta ef til vill kveiki áhuga hjá eitthverjum.
Ég fór á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 24.apríl 2009 þar sem sinfónían verkin á efniskránni voru rúsnesk tónskáld. Þessir tónleikar voru fyrri hluti af rúsneskri veislu sinfóníunar og spiluð voru verk eftir Dímítríj Sjostakovitsj og Pjotr Tsjajkofskíj. Sjálfur hef ég ekki hlustað mikið á tónlist frá Rússlandi en hef þó alltaf kunnað að meta hana. Tónleikarnir voru mjög magnaðir og gaman að kynnast eitthverju sem maður hafði ef til vill ekki kynnt sér nóg á sinfóníu tónleikum og fá tónlistina beint í æð.
Fyrsta verkið á efnisskránni er Hátíðarforleikur í A-dúr op. 96 eftir Sjostakovitsh. Það sást á salnum hvað brosið færðist yfir mannskapinn og gleðin tók völdin. Þetta stutta og kraftmikla lag fékk hið fullkomna nafn því það færir gleði yfir hlustendur. Hljómsveitastjórinn Rumon Gamba sem lærði við Konunglegu tónlistarakademíuna í London og hefur unnið til margra verðlauna fyrir stjórnun sína náði að kreista allt sem til var úr sinfóníunni og stóðst allar vonir. Rumon hefur gegnt stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því í september 2002 og hefur vakið mikla ahygli hér á landi með sinfóníunni.
Sjostakovitsj lennti á kannt við Stalín en þegar hann sjá óperuna Nefið, Lafði Makbeð frá Mtsensk sagði hann upphrópaður sem óvinur fólksins, settur í hóp „formlista”, sem voru tónskáld sem þóttu úr tengslum við raunveruleika sovéskrar alþýðu, og var hann undir stöðugu eftirliti stjórnvalda. Í verkum sínum samdi hann oft undir rós þegar honum var skipað að semja verk í tilefni byltingarafmæla og annarra stórviðburða á vegum ríkisins, bæði af því að honum var ekki stætt á öðru en að hlýða slíkum fyrirskipunum, en ekki síður vegna þess að með slíkum verkum vann hann sér inn velvild yfirvalda og hátíðarforleikurinn er gott dæmi um það. Í nóvember 1954 var Sjostakvoitsj beiðin um að semja forleik til að minnast 37 ára afmælis sovésku byltingarinnar en beðnin kom seint svo það voru einungis örfáir daga sem hann gat komið verkinu saman og því er forleikurinn mjög hraður en þó með nægum tækifærum fyrir fjölmenna blásarasveitina til að sýna hvað í henni býr. Þetta verk er oft talið magnum opus verk Sjostakovitsj.
Annað verkið var Píanókonsert nr. 1 í c moll op. 35 sem var í 4 pörtum. Á píanóinu var Cédric Tiberghien sem er vonastjarna frá frakklandi. Hann hefur hlotið mikið af viðurkenningum víða um heim fyrir spilamensku sína og þá sérstaklega fyrir flutning sinn á Debussy, Beethoven, Bach og Chopin og vann sín fyrstu verðlaun aðeins 17 ára gamall. Með Cédric spilaði Eiríkur örn Pálsson á trompet. Eiríkur hefur verið fastráðinn trompetleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá ’96 og hefur um margra ára skeið verið einn helsti trompet leikari Íslands.
Á uppvaxtar árum Sjostakovitsj spilaði hann undir þöglu kvikmyndunum í bíóhúsum í Leníngrad til að safna peningum eftir að faðir hans lést. Píanókonsert nr. 1 samdi hann um vorið 1933 og frumflutti hann í Leníngrad í október sama ár. Í verkinu er verulega hægt að finna fyrir hæðinstóninum sem hann var Sjostakovitsj var þekktur fyrir. Það var einnig gaman að sjá samblöndunina á píanó, trompeti og sinfóníu í einu verki og það er ekki algeng sjón og þá sérstaklega í píanókonsertum en Sjostakovitsj ætaði sér alltaf að semja trompetkonsert en hann kom en hann lét aldrei dagsins ljós.
Eftir hlé tók meistarinn Pjort Tsjajkofskíj við með sína fimmtu sinfóníu sem er í 4 köflum. Tsjajkofskíj ber sérstöðu fyrir það að hann var jafn mikið á sviði sinfóníunar og óperunar en vanalega tóku tónskáld sér annað þessara og sérhæfðu sig í því en frá 1878-88 lagði Tsjajkofskíj sinfóníusmíði alveg á hilluna, og einbeitti sér þess í stað að óperum og hljómsveitarsvítum. Með fimmtu sinfóníunni má sjá nýja stefnu í sinfóníugerð hjá honum þar sem þetta var loka sinfónían hans. Greinilega má sjá áhrif frá Franz Lizt þar sem í sinfóníuni má heyra margar mismunandi laglínur sem endurtaka sig í mismunandi tóntegundum og hljóðfærum sem er eimitt það sem Lizt færði í tónlistina. Það sem er mest byltingakennt við þessa sinfóníu er þriðji partur hennar sem var venja að ætti að vera menúett eða afbrigði hans en Tsjajkofskíj ákvað að setja þokkafullan vals í hans stað sem var mikil áhætta að hans hálfu.
Verkið er mjög áhrifa mikið og spennurþungið og ekki hin venjulega klassíska sinfónía sem er mjög áhugavert. Ég hef aldrei heyrt fimmtu sinfóníuna áður og varð fyrir miklum hughrifum og fór rakleiðis á netið að leita af fleiri útgáfum en auðvitað jafnast ekkert á við það að vera á staðnum og hlusta á tónlistina þar sem gæðin í gegnum tölvuna eru svo langt frá því að vera eins góð.
Rússnesk tónskáld tel ég ekki vera fremstir í flokki hjá fólki hér á landi og hafa ef til ekki vakið mikla athygli þó svo að Tsjajkofskíj sé auðvitað heimsfrægur. Sjálfur hef ég aðalega hlustað á Rachmarninov sem er einn af mínum uppáhalds rússnesku tónskáldum og þá einkum þriðji konsertin hans.
Það veit ég með vissu að ég mun fara á seinni partinn í þessari rússnesku veislu og vona að ég skemmti mér jafn konunglega og ég gerði á þessari.
Jökull Torfason