Jón Nordal (1926) er íslensk tónskáld, faðir hans er þekktasti íslenskufræðingur Íslands Sigurður Nordal og bróðir hans var líka merkur maður og var seðlabankastjóri í mörg ár.
Hann byrjaði ungur að læra á píanó og hans kennarar voru Victor Urbancic og Jón Þórarinsson. Hann varð mjög flikur píanisti en ákvað að leggja það til hliðar og læra tónsmíðar. Þar sem Jón Þórarinsson hafði lært hjá Paul Hindemith sjálfum í Bandaríkjunum, þá varð tónlist hans Jóns í upphafi mjög speglað af stíl Hindemiths.
Hann hóf sinn feril sem tónskáld og tók ferilinn mikla breytingu þegar hann ákvað að heimsækja hið árlega námskeið samtímatónskálda í Dramstadt. Það var árið 1957 og kynntist hann þar mönnum eins og John Cage og Morton Feldman. Á Íslandi þekktist ekki til nútímatónlistar nema frá Jón Leifs sem enginn hlustaði á í þá daga. Hann kom heim eftir mikið menningarsjokk og tók það 5 ár fyrir hann að byrja semja aftur.
Hann samdi svo verkið Brotaspil(1962) og var það hans fyrsta verk í þessum nýja stíl. Verkið var fyrir hljómsveit og átti sinfó að flytja það, en flutningurinn var víst fyrir neðan allar hellur og augljóst að sveitin var alls ekki tilbúin fyrir svona nýjunga.
Þetta setti víst annað sjokk á hann Jón og samdi hann ekki tónlist aftur 4 árin og varð hún mildari í nútímaleikanum og hefur hann orðið mildari æ síðann. Hans aðalstarf var þó að vera tónlistarstjóri í tónlistarskólannum í Reykjavík og sinnti hann því starfi 1960-1993. En í starfi hann eyddi hann mestum tíma í að semja.

Verk sem ég mæli með:
Hvert örstutt spor (1953 - allir verða að eiga þetta lag)
Smávinir fagrir (1940)
Requiem (1995)
Choralis (1982)

Kórverk eftir Jón:
http://www.dailymotion.com/video/x2i6sy_hljomeyki–jon-nordal_music
//