Jón Leifs Jón Leifs hefur verið mjög umdeild persóna og hefur fengið marga neikvæða dóma, þröngsýnna manna að mínu áliti. Það er líkleg ástæða þess að mörg verk meistarans hafa sum einungis einu sinni eða tvisvar verið flutt. Á síðastliðnum árum hafa fleiri en nokkru sinni fyrr fagnað verkum hans og hljóðritanir á þeim stóraukist.


Jón Þorleifsson fæddist þann 1. maí 1899 að Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Þorleifur Jónsson(1855-1929) bóndi og þingmaður, og Ragnheiður Bjarnadóttir(1873-1961). Fjöldskyldan fluttust til Reykjavíkur eftir að Þorleifur hafði fengið starf sem póstafgreiðslumaður (síðar póstmeistari) í Reykjavík. Ragnheiður kom fót í verslun í Reykjavík 1908, Silkibúðinni, og rak hún þá verslun til dauðdags. Jón var næstyngstur systkina sinna, en þau voru Bjarni (1894-1913), Þórey (1895-1959) verslunarkona í Rvk, Salómé (1897-1979), og Páll(1902-1961) skrifstofumaður í Reykjavík. Þá fæddist þeim Þorleifi og Ragnheiði drengur sem lést við fæðingu. Jón var aðeins 14 ára þegar Bjarni bróðir hans lést, varæa tvítugur að aldri og þótt þeir bræður hefðu ekki verið mjög samræmdir harmaði hann lát bróður síns alla ævi.

Unglingsár
Þorleifur hafði rýrar tekjur af starfi sínu á pósthúsinu og afraksturinn af Silkibúðinni kom þeim hjónum í góðar þarfir. Heimili þeirra var menningarheimili, þar voru helstu perlur heimsbókmenntana hafðar um hönd og þar þótti sjálfstæði þjóðarinnar öðrum málum mikilvægara. Fjöldskyldan sótti miðilsfundi og voru mikið í Spiritulismanum. Þetta vakti áhuga Jóns og þegar hann var 16 ára gerði vísindalega tilraun um að sanna tilvist lífsins hinumegin en náði ekki þeim árángri sem hann ætlaði sér. Jón var mjög hugsandi unglingur og velti fyrir sér tilgangi þess að lifa, eigingirni mannsins, og hvernig væri hægt að göfga andann sinn: Við erum hér til að þroskast andlega - andinn er ég - líkaminn er ekki ég - til þess lifum við að við göfgum anda vorn - til þess og einsikns annars lifum við
Af skrifum Jóns frá unglingsárunum má sjá að hann var ákaflega tilfinningasamur og viðkvæmur á þeim tíma. Hann þoldi ekki tilgerð og meðalmennsku og hann hryllti við að þurfa aðlaga sig hinu smáborgarlega lífi höfuðstaðarbúanna. Skólinn var honum þvingun og oft ofraun að þurfa sitja í kennslustundum. Hann var sannfærður um að honum var ætlað stórt hlutverk í þessum heimi. Jón fann kölluninni, til andlegra starfa, farveg í tónlistinni. Foreldrar hans höfðu keypt píanó og hann sótti píanótíma hjá Herdísi, dóttur Matthíasar Jochumssonar skálds. Jón stundaði æfingar af kappi og í desember 1914 kom hann fram á skemmtun í Menntaskólanum í Reykjavík og lék þar smálög eftir Grieg og verk eftir Beethoven, m.a Sónötu ‘Pathétique’ op. 13. Þegar færi gafst æfði hann sig á pianóið marga tíma á dag og á miðju sumri 1915 var tónlistin orðin honum þvílík ástríða, að fátt annað komst í hugskoti hans. Tónlistin átti greiða leið í hjarta hans, einkum verk Beethovens, og í tónlistinni opnaðist honum veröld fegurðar og trúarlegrar upphljómunar. Eftir að hafa skoðað í fyrsta sinn nóturnar af 9.sinfoníu Beethovens skrifaði Jón eftirfarandi klausu í dagbókina sína:
Ekki fæ ég með orðum lýst þeirri hrifning sem eg varð fyrir. Það varð sem sál mín væri komin í Paradís og himneskur eldur logaði í hjarta mínu - og svo þegar þetta kemur: Alle Menschen werden Bruder wo dein snafter Flugel weilt - þá langar mig að fallast á knén, fórna höndunum og lofa guð - og þó kemur slíkt ekki oft fyrir mig. Hvílíkur máttur! Ætli þessi Symphonie gæti ekki gert alla menn að bræðrum?

Honum fannst Menntaskólinn í Reykjavík vera tímasóun og vildi fara í nám í Evrópu þó að stríð geysaði og starfsmöguleikar eftir nám voru litlar. Það var 5. mars 1916 þegar Jón tilkynnti að hann hyggðist hætta í skóla, nóttin varð Jón erfið og daginn eftir skrópaði hann í skólanum en sat þess í stað við píanóið heima hjá sér og æfði sig af krafi. Foreldrar Jón gáfu honum leyfi til að ferðast til Þýskaland ef hann myndi klára 4. bekk með ágætar einkunnir. Svo fór þó að þeir Jón Ísleifsson og Jón sigldu saman til Þýskalands, áður en Jón lagði þá af stað breytti hann eftirnafni sínu í Leifs vegna þess það myndi líklega reynast útlendingum torvelt að bera fram upprunalega eftirnafnið.
Jón hafði aðeins verið í 4 daga í Leipzig þegar hann tók inntökupróf í tónlistarháskólann þar Konservatorium der Musik zu Leipzig. Hann stóðst prófið og gerðist nemandi í píanóleik hjá Robert Teichmuller, en Teichmuller var einn þekktasti píanókennari þess tíma í mið-Evrópu. Eftir fyrsta tíma Jóns lét Teichmuller þau orð falla að Jón væri músikalskur en skorti alla píanótækni. Jón æfði af kappi allan veturinn einkum í fingrafimi, og fékk svo góðar umsagnir að loknum vorprófum, að hann fékk niðurfelld skólagjöldin veturinn eftir. Næsta ár tók við hljómfræðin, hljóðfærðafræði, hljómsveitastjórn og tónsmíðar. Jón útskrifaðist frá tónlistarháskólanum 17.júní 1921, en á lokaprófinu lék hann verk eftir kennara sinn, Paul Graener, og konsert í f-moll eftir J.S. Bach undir stjórn Arthurs Bartmuss.


Fyrstu skrefin í tónlistarheiminum
Þorleifur faðir Jóns hvatti hann að velja aðeins eina grein listarinnar til framtíðar. Því hann hefði ekki getað orðið undur á píanóið kaus hann því að hljómsveitastjórn og tónsmíðar yrðu hans aðalfög. Í Tónlistarskólanum kynntist Jón Leifs ungri stúlku Annie Riehof (11.júní 1897) en hún var í píanótímum hjá Teichmuller, kennara Jóns. Þau felldu hug saman og skrfar Jón foreldrum sínum 1919 að Annie sé undantekning frá öðru kvenfólki. Foreldrar Annie voru gyðingar. Foreldrar Annie voru í fyrstu andsnúin hjónabandi þeirra en felldust loks á það og þann 24. juni 1921 gengu þau Annie Leifs og Jón Leifs í hónaband. Skömmu síðar sigldu þau til Íslands. Jón hóf miklar blaðadeilur um hvernig átti að setja upp tónlistarskóla í Reykjavík og voru ekki allir honum sammála en Páll Ísólfsson tók undir orð hans. Jón og Annie héldu tvenna píanótónleika í Bárunni í Reykjavík. Jón hóf tilraun að setja saman strengjasveit í Reykjavík en sú tilraun rann í sandinn vegna áhugaleysis hljóðfæraleikaranna.

Hjá Jóni vaknaði fyrir þörf að greina íslenska þjóðlagatónlist frá annari þjóðlagatónist og hófst handa. Ferðaðist umhverfis landið að safna af munni manna þjóðlagatónlist og setja þau niður á nótur (þessi söfnun hefur reyndar verið gagnrýnd þar sem Jón ýkti öll frávik frá annari tónlist í ritun sinni).
Það má telja víst, að með Jóni blundaði löngun til þess að semja tónlist. Það var hins vegar ekki fyrr en heimur þjóðlaganna hafði opnast fyrir honum að hann taldi sig reiðubúinn til slíkra starfa. Um þetta sagði Jón síðar á lífsleiðinni: „En mig langaði samt að reyna. Því ekki? Svo átti ég í sálarstríði mánuðum saman, áður en ég samdi mitt fyrsta tónverk. Gat ég bætt einhverju nýju við? Get ég slegið nýjan tón? Þetta voru ögrandi spurningar og lögðust á mig eins og farg. Sá sem ekki gæti bætt einhverju nýju við, hefði ekki leyfi til að fara inná þessa braut. Svo ég sagði við sjálfann mig, þegar ég átti í mesta sálarstríðinu, aðeins tvítugur að aldri: Ja, nu skaltu semja eitt verk. Það getur verið prófsteinn. Og þá fór ég að leita og leita og reyna svara þeirri áleitnu spurningu, hvort við Íslendingar ættum ekki eitthvert efni eins og aðrar þjóðir, sem mætti endunýja og vinna úr nýja tónlist, einhvern neista, sem gæti tendrað það stóra bál. Þá opnaðist fyrir mér heimur þjóðlaganna og ég þóttist kominn í tæri við lögmálin.“
Fyrsta verk Jóns sem byggir á efniviði íslenskra þjóðlaga, er lagaflokkurinn „Fjögur lög fyrir pianó op. 2“. Hann samdi þetta verk 1922 og var það gefið út á prenti í Þýskalandi ári síðar. Þann 2 mars 1923 fæddist fyrsta dóttir Jón og Annie, Snót og fannst Jón dagsetningin engin tilviljun vegna þess á þeim degi voru 11 ár frá því Bjarni bróðir Jóns andaðist, og má sjá í verkinu Triologia piccola tákn um eilift líf andans.

Jón Leifs var fyrstur Íslendinga að leggja fyrir sig hljómsveitarstjórn og eini þeirra sem hingað til hefur náð töluverðum frama á því sviði á erlendum vettvangi. Á þriðja áratugnum stjórnaði hann á annan tug sinfóníuhljómsveita í Þýskalandi, Noregi, Danmörku og víðar. Hann átti í basli með að verða fastráðinn hljómsveitarstjórnandi þrátt fyrir vinsældir sínar og taldi hann orsökina vera þjóðerni sitt. Þá taldi Jón að hann kæmist aldrei langt sem hljómsveitarstjórnandi ef hann beitti ekki mútum en peninga hafði hann ekki í spillinguna. Jón sagði um spillingu í tónlistinni: „Það er allt í tónlistarlífinu í kringum mig óheilbrigt og litlaust, að mér virðist oft tilgangslaust að lifa á þessari jörð. Það er ekki listin eða listskilningur sem stjórnar tónlistarlífinu. Heldur aðeins peningavöld og flokkadráttur. Kaupmennska og kaupmennskuflokkar eða „hringar“ stjórna öllu“.
Jón fór á tónleikaferðalag með Hamborgar Fílaharmoníunni til Noregs, Færeyja og Íslands. Þegar hljómsveitin kom til Íslands var það í allra fyrsta skipti sem landsmönnum gafst tækifæri að hlýða á leik sinfoníuhljómsveitar. Hljómsveitin hélt ferna tónleika undir stjórn Jón Leifs og var efnisskráin ekki alltaf sú sama, og var flutt m.a. Beethoven (m.a sinfoniur 2,3 og 7), Mozart, Händel, Corelli, J. Svendsen, Schubert, Weber, Bruch, Wagner, Haydn, Johann Strauss og Jón Leifs (Minni Íslands op.9 og kaflar úr Hljómleiknum op.6 Galdra-Loft). Annie Leifs var meðal þeirra sem lék með hljómsveitninni. Reykvíkingum var greinilega boðið í mikla músikveislu og létu viðbrögðin ekki á sér standa um Minni Íslands: „Gnæfandi nýtísku mynd er þetta sem þú þarna hefir skapað, sem mun vekja hugi útí heim fyrir landi þínu og sjálfum þér. Verk þetta þyrfum við að heyra minnst í hverri viku – þá yrði hægt að vakna. Þökk góði meistari!“

Fallvölt frægð
Árið 1932 var stofnað á Íslandi Félag tónlistar Jóns Leifs, en helsta markmið félagsins var að styðja útgáfu á verkum Jóns. Á stofnfundi félgagsins höfðu u.þ.b fimmtíu manns gerst félagar, þar á meðal margir listamenn, forstjórar, embættismenn, nokkrir alþingismenn og forsætisráðherra landsins, frændi Jóns Kristján Albertsson var formaður stjórnar félagsins.

Á fyrri hluta fjórða áratugarins voru tónsmíðar Jóns fluttar opinberlega víðs vegar um meginlandið og sumar þeirra margsinnis. Jón ferðaðist milli útvarpsstöðva til að kynna tónlist sína og barst hún á öldum ljósvakans til fjarlægra landa. Fréttir birtust reglulega í íslenskum blöðum um þá velgengni, sem Jón átti að fagna á erlendum vettvandi, en það var honum kappsmál að sanna fyrir löndum sínum heima, að frami hans í útlöndum væri raunverulegur en ekki raup eitt.

Sögusagnir höfðu verið á reiki að Jón væri nasisti og héldi aríska kynstofnin fram fyrir annan en líklega var svo ekki vegna að börn hans og konu eru gyðingar. Af bréfum og greinaskriftum má sjá að hugur hanns stefndi ávallt til fósturlandsins. Hann dreymdi um að fá starf á Íslandi við sitt hæfi, sem hann gæti framfleytt sér og sinni fjöldskyldu. Jón og Annie eignuðust aðra dóttur sína Líf 20. ágúst 1929 þá hafði Jón nýlega misst föður sinn Þorleif, áfallið var þungbært enda voru þeir feðgar óvenjulega nánir. Það var hinsvegar ekki fyrr en 1935 sem Jón var fastráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, en Annie og dæturnar urðu tvær eftir í Þýskalandi og bjuggu þær í Rehbrucke nálægt Berlín. Jón hafði skýrar hugmyndir um hlutverk útvarpsins í íslensku þjóðlífi, en vegna skilningsleysi yfirboðara sinna hætti hann störfum 1937, flutti svo aftur til Þýskalands. Þar var ástandið þannig, að enginn gyðingur gat talið sig óhultan vegna ofsókna nasista. Jón taldi, að þar sem hann væri íslenskur ríkisborgari gæti hann veitt fjöldskyldu sinni vernd frá þeim ofsóknum. Í október 1938 hertóku nasistar Súdetaland og flýðu þá tengdaforeldrar Jóns til Prag. Eignir þeirra hefðu verið gerðar upptækar væru þær ekki settar á Jóns nafn. Nokkrum mánuðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu og voru þá gyðingum þar í landi allar undankomuleiðir lokaðar. Tengdamóðir Jóns lenti í fangabúðum nasista og var myrt þar, en tengdafaðir Jóns dó náttúrulegum dauðdaga áður en kom til þess að hann væri sendur í útrýmingarbúðir. Hann varði fjöldskyldu sína af bestu getu frá ofsóknum nasistanna. Nasistarnir bönnuðu opinberlega flutning á verkum Jóns árið 1937, en þó fengust undanþágur frá þessu banni tvisvar eða þrisvar til ársins 1941. Þar til vitneskja um gyðingaættir konu hans varð almenn þóttu verk hans sýna fram á yfirburði og kraft hins „hreina aríska kynstofns“.
Eitt magnaðasta tónverk Jóns, Konzert fyrir orgel og hljómsveit op.7. var flutt á allsögulegum tónleikum í Berlín, þann 10.mars 1941 en Jóni var boðið að stjórna verki sínu. Kristján Albertsson sem var viðstaddur við tónleikanna sagði svo: „Jón leifs var síðastur á efnisskránni. Ég sat á svölum og sá ekki niður í salinn, sá ekki að fólk var að ganga út allan tímann meðan verkið var leikið, svo að örfáir voru eftir í lokinn. Mér fannst verk Jóns stórfenglegt, og bjóst við reiðskjálfi af fögnuði. En svo kom í ljós að við vorum víst innan við tuttugu sem klöppuðu, Jón sneri sig við borsti og hneigði og mikið þessir 20 klöppuðu lengi. Ég hitti Jón Leifs á eftir í herbergi hans sviðsbaki. Inn kom liðsforingi í einkennisbúningi, teinréttur og hvatlegur, rétti tónskáldinu nafnspjald sitt og sagði: “Má ég þakka yður. Ég skammast mín fyrir landa mína í kvöld” – hneigði sig og fór.“ Þess má geta að konsertinn hafði nokkrum árum áður verið fluttur í sama tónleikasal við frábærar undirtektir og enn betri dóma.


Eftir að Jón fluttist aftur til Þýskalands einbeitti hann sér að tónsmíðunum. Á árinu 1939 lauk hann við smíði stærsta verks síns til þess tíma, Eddu I, Oratorium - Sköpun heimsins op.20 fyrir tvo einsöngvara, blandaðan kór og sinfoniuhljómsveit. Þetta verk er í þrettán þáttum og voru tveir þeirra fluttir á hljómleikum í Kaupmannahöfn 1952. Áheyrendur á hljómleikunnum í Kaupmannahöfnbrugðust við tónlist Jóns með flissi og hlátrasköllum, og hefur þá Jón eflaust gert sér grein fyrir því, að hann átti ekki samleið með hinu ungu tónskáldum, sem á þeim tíma boðuðu fagnaðarerindi hinnar nýju hreintrúarstefnu í vestrænni tónsköpun. Óratorían Edda I – Sköpun heimsins hefur ekki enn verið flutt í heild sinni þrátt fyrir ýmsar stórhuga ráðgerðir þar um(þar til núna 14 okt 2006 og er það því sögulegur viðburður).

Stærsta verk Jóns frá stríðsárum er hinsvegar talið vera Sögusinfonian op. 26. fyrir stóra sinfoniuhljómsveit. Í þeirri sinfoniu Notar Jón ýmis fágæt hljóðfæri, svo sem fornaldarlúðra úr bronsi og slagverkstól af ólíkustu gerðum. Sögusinfonían var frumflutt 1950 á tónleikum í Helsinki. Í Norsku riti var talað um Sögusinfoníuna sem sá versta djöflagang sem jeg fyrir mitt leyti hef nokkurntíma heyrt eina hljómsveit framleiða í einu. Það þarf sterk bein til að þola gagngrýni af því tagi sem Jón fékk eftir frumflutningin á sinfóníu sinni, en slík bein hafði hann. Í Febrúar 1944 kom svo loks að því að Jón kom fjöldskyldu sinni heilli á húfi til Svíðþjóðar. Þau sóttu svo fljótlega um skilnað og fengu hann 1946. Jón tók skip til Íslands og á skipinu voru margir breskir hermenn og Jón varð yfirheyrður um borð í skipinu fyrir óhlýðni foringja en var sleppt þegar komið var heim. Tíu árum síðar voru atvikinn í þessari skrautlegu bátsferð kveikjan að tónverkinu Landsýn fyrir karlakór og hljómsveit.

Þann 11. júlí 1947 gerðist sá harmleikur, sem risti Jón dýpra og sárar en nokkur annar viðburður. Dóttir hans Líf hafði drukknað við morgunnsund milli eyjuna Jakobseyja og meginland Svíðjóðar og var leiðin einn kílómetri. Þann morgunn var vont í veðri og sjómaður varaði ekki við að synda þennan örlagaríka dag, hún fannst ekki í heila 9 daga en lík hennar fannst skolað uppað ströd ekki langt frá þar sem hún hefur sundsprett sinn. Líf sótti þetta sumar fiðlutíma hjá Charles Barkel en lést einungis 18 ára. Jón fékk útrás fyrir harm sinn yfir dauða Lífar og samdi Sálumessu (Reuqiem) op. 33 fyrir blandaðan kór, og Erfiljóð – in memoriam op. 35. Þessi verk lýsa söknuði og djúpum sársauka.

Eftir að Jón var kominn heim var hann fremstur manna um félagsmál listamanna og réttindabaráttu listamanna var komið á skrið og líka stofnaði hann Tónskáldfélag Íslands. Allar ákvarðanir sem Jón tók urðu fljótt að deiluefni, og voru svo á mörkunum að nánir vinir eins og Páll Ísólfsson gat ekki alltaf verið sammála og skerti það vinsamband þeirra óþarflega mikið. Í baráttu tónlistarmanna varð stofnað STEF – Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar, og var þeim samtökum falið að vernda höfundaréttinn og sjá um innheimtu á flutningsgjöldum og greiðslum til höfunda. Eftir 17.júní 1954 þegar Jón var settur í ráð fyrir Íslendinga um alþjóðlegt samband tónskálda, ferðaðist Jón um heiminn á tónskáldaráðstefnur í erindum fyrir Tónskáldafélag Íslands og STEF.

Jón hóf að semja Eddu II Orantorium – Líf guðanna. Eftir að hafa hafist handa á fyrsta kaflandum setti hann það á hilluna og snerti ekki á því fyrr en 10 árum seinna og lauk við smíði Eddu II sumarið 1966. Hófst hann svo við handa á Eddu þríleiknum en entist ekki aldur að ljúka verkinu, en gaf leiðbeningar hvernig verkið átti að enda rétt áður en hann lést. Mörg af síðari verkum Jóns Leifs sýna endurkynni listamannsins við föðurlandið og dásamlegar núttúruperlur Íslands eftir að hafa unnið mestalla sína tíð erlendis. Og gerir hann það af mikilli útrás í t.d. tónaljóðunum Hekla og Geysir og eru verkin byggð á samnefndum ljóðum Einars Benediktssonar. Á síðustu árum einbeitti Jón sér að sinfoníuverkum s.s. Nótt op.59, Darraðarljóð op.60 og Helgu kviðu Hundingsbana op. 61. Jón Leifs lést þann 30. júlí 1968. Hann var þá sextíu og níu ára gamall.

Líf Jóns var leitin að sannleikanum. Hann nefndi að lygin er einskis virði í listinni eins og í ástinni. Jón leit á líf mannsins hér á jörðu sem baráttu þar sem helsti óvinurinn væri lygin og í huga hans var takmark allrar sannrar listar það að gefa mönnum þrek til að þola raunir lífsins.



Heimildir:
Andvari Sérprentun - Hið íslenska Þjóðvinafélag 1990

http://www.jonleifs.is/
//