Györgi Ligeti Þessi grein er tileinkuð György Ligeti sem er einn mesti snillingur tónsmiða sem stigið hafa inní 21 öldinna og nú 12 júni 2006 lést hann og megi hann hvíla í friði.

György Ligeti var fæddur í bæ sem kallast Dicszentmárton sem staðsettur er í Transaníjú í Rúmeníu þann 28 maí 1923 og foreldrarnir hans voru af gyðingaættum og komu frá Ungverjalandi. Hann yfirgaf borgina til að hefja tónlistarnámið sitt í Listaskólanum við Kolozsvár sem er stór borg við miðju Transilvaníju. Námið gett ágætlega fyrir sér undir handleiðslu frá Ferenc Farkas á árunum 1941-1943, árið 1943 gerðist það að nasistarnir réðust inní bæinn og neyddist til að flýja. Og á sama tíma voru foreldar hans og bróðirinn tekin til Auschwitz og móðir hans var sú eina sem lifði fanga/slátrunnar vistinna af.

Eftir lok Stríðsins(1945) hélt hann áfram með námið sitt í Búdapest í Franz Liszt akademíunni og fékk kennslu undir handleiðslu Ferenc Farkas, Sándor Veress, Pál Járdányi og Lajos Bárdos. Og fljótlega fór sérstaki stíl listamannsins að þróast sem mætti kallast á íslensku örfjölspilun(e.micropolyphony). Hann útskrifaðist þaðan 1949.

Ári eftir að hann útskrifaðist fóru kommúnistarnir að loka á Ungverjaland(byltingin) og lítið mátti gera á þessu árum og því þurfti Ligeti að hlusta á útvarpið í laumi til að vita hvað var að gerast í heimi tónlistarinnar. En eftir Ungversku byltinguna flýði hann til Vínaborgar af músíklegum og pólitískum ástæðum og fékk sér ríkisborgararétt. Og þar lærði hann inná nútíma tónlistarstefnur 20 aldar sem var ekki að finna í Búdapest. Þar varð hann fyrir áhrfum Karlheinz Stockhausen og Gottfried Michael Koenig sem voru að þróa elektró tónlistinna og hann vann á sömu tónlistarstofnum og þeir.

Hann varð hrifinn af þeim hljóðum sem hægt var að gera úr þessari elektrónískri aðferð sem hann notaðist við í sinfoníu en aðrir rafmangsgítaratækni sem enn var ekki fullþróuð.
Frá þessum tímapunkti fór hann að semja af fullum krafti og verkið hans Atomsphéres(1961) sem vakti mestu athyglina að honum og augun beindust að honum vestan hafs. Og ásamt öðrum vel þekktum verkum hans Lontano(1967), Apparitions (1958-9)og Le Grand Macabre (1978) sem er eina óperan sem Ligeti hefur samið.
Það var árið 1968 þegar Stanley Kubrick leikstýrir myndinni Space Odyssey og 3 verk eftir Ligeti koma þar sem sem er Requiem for Soprano, Mezzo-Soprano, Mixed Choir, and Orchestra ásamt snilldarlegasta verkinu hans Atomsphéres og Lux Aeterna. Seinna semur Stanley Kubrick The Shining og notar verkið Lontano. Hann Stanley Kubrick sem er mesti snillingur leikstjórnar notaðist mikil af tónhugmyndum Ligeti sínar bíómyndir sem var mikil auglýsing fyrir Ligeti enda er tókst honum að gera 5 stjörnu myndir með vönduðum bakgrunnslögum.

Hann György Ligeti skýrði út aðferðina fyrir örfjölspilun.
“The complex polyphony of the individual parts is embodied in a harmonic-musical flow, in which the harmonies do not change suddenly, but merge into one another; one clearly discernible interval combination is gradually blurred, and from this cloudiness it is possible to discern a new interval combination taking shape.”
//