
Verk fengu titla sem vísuðu í hugtakið og ef það var bókmenntaverk var algengt að tónlistargestir lásu það, eða útdrátt úr því á meðan flutningi stóð.
Í raun gat hvaða tónlist sem er verið prógrammtónlist. Prógrammtónlist er til frá öllum tímabilum en á rómantíska tímabilinu urðu vinsældir prógrammtónlistar þó langmestar. Þekkt prógramm-verk frá öðrum tímabilum eru t.d. “Árstíðirnar fjórar” eftir Vivaldi, Pastoral-sinfónía Beethovens og “The Battel” eftir Byrd.
Fyrsta virkilega rómantíska prógramm-sinfónían var Symphonie Fantastique (Dramasinfónía) Hector Berlioz. Á miðri 19. öld kynnti Ferenc Liszt til sögunnar nýtt tónlistarform sem kallaðist einfaldlega Sinfóníuljóð, þetta voru einþáttungar sem undantekningarlaust voru prógrammtónlist. Með stækkun formsins var þó farið að skipta þeim í kafla, mismarga (“Also Sprach Zarathustra” eftir R. Strauss er t.d. 9 kaflar).
Í söngljóðum (lieder) var textinn auðvitað sunginn en eftir því sem þau urðu flóknari er ekki ósanngjarnt að flokka píanópartinn og laglínuna sem prógrammtónlist.