Giacomo Puccini
Giacomo Puccini
Puccini fæddist 22. desember 1858, í Lucca Ítalíu.
Eftir að hafa lært tónlist hjá frænda sínum, Fortuna Magi, og hjá skólastjóra tónlistarskólans Istituto Musicale Pacini, þá byrjaði upphafið á glæstum tónlistarferli hans. Aðeins 14. ára gerðist hann organisti í kirkjunum St. Martino og St. Michele í Lucca, og öðrum kirkjum í nágreninu.
Eftir að hann heyrði Aida- eftir Verdi, þá kolféll hann fyri óperum og óperuskrifum. Þannig að með skólastyrk og fjárhagslegum stuðningi hjá frænda sínum þá gat hann farið í þann hávirrta tónlistaskóla Milan Consevatory árið 1880. Á sínum 3 árum þar voru kennarar hans Bezzini og Ponchielli. Þegar hann var enn nemandi skráðu hann og vinur hans Ferdinando Fontano sig í óperuskrif-keppni. Óperan þeirra Le Villi vann ekki, en vakti athygli útgefandans Guilio Ricordi, sem stjórnaði Teatro del Verme í Milan, og fékk leyfi fyrir annari óperu, óperu þeirra stráka.
Libretto-inn (sá sem semur texta við óperur) hans Puccini samdi textana við óperuna ,Edgar, passaði ekki við dramatísku skrif Puccinis, sem varð til þess að Puccini vann ekki lengur neð fólki bara afþví að hann var vinur þess. Hann var mjög mikill fullomnunar-isti og gerði miklar kröfur til allra sem við tengdust uppfærslu á sýningum hans. Maria Jeritza, sem var uppáhalds Toscan hans, sagði frá því þegar hann var að segja henni að þau myndu fara í gegnum allt skref fyrir skref, og að hann hefði mótað hana. En þegar hún kvartaði undan pressu sagðí hann einfaldlega við hana “ef ég kem til þín klukkan þrjú um nótt og segi þér að syngja háa c, þá syngur þú háa c!!”. Vegna þessarar fullkomnunaráráttu skrifaði hann aðeins 8 óperur,á meðan Verdi skrifaði 28! Óperur hans heita : Le villi
Edgar
Manon Lescaut
La bohème
Tosca
Madama Butterfly
La fanciulla del West
La rondine
Il trittico
Turandot
Fyrsta verkið sem hann valdi til sýningar var óperan Manon Lescant og vakti mjög mikla athygli og var mjög velheppnað, svo velheppnað að hann varð þekktur utan Ítalíu. Librettarnir voru Luigi Illica og Giuseppe Giacosa, og sömdu þeir textana í næstu þrem óperum. Fyrsta af þessum þrem var La Bohéme, sem er líka uppáhaldið mitt. Þykir La Bohéme mjög lík La Traviata eftir Verdi, enda söguþráðurinn mjög svipaður. Hafa bæði verkið verið sett upp á Íslandi í Íslensku Óperunni, Gamla Bíó. Í La Bohéme er líka aría Mimi í lokin, er mjög erfið sönglega séð, þar sem hún liggur í fangi Rodolfos og deyr svo.
Frægt var líka í einni uppfærslunni í þessu sama atriði og ég nefndi hérna áðan. Mimi er dáin og Rodolfo heldur í hana, grætur og kallar nafn hennar, mjög átakanlegt atriði, og leikarinn sem lék Rodolfo var mjög vel stemmdur inní sýninguna og grét og grét. Tjöldin voru komin niður og það var alger þögn í salnum nema það heyrðist bara grátur hans og enginn vildi byrja að klappa, enginn vildi skemma mómentið.;)
Puccini fór til Englands og sá einleikritið, Madam Butterfly, eftir David Belasco. Var það annað verkefni hans og Illica og Giacosa. Puccini sagði að Madam Butterfly væri besta verk sitt, en þar var hann undir miklum áhrifum frá japanskri menningu, og voru meðtökurnar alls ekki góðar á frumsýningunni. Fólk púaði og hrópaði illu. Puccini sagði þá að þau væru öll mannætur, villimenn blinduð af gerðveiki, að þau hefðu ekki hlustað á eina nótu, en hans Butterfly mindi lifa! Hann breyti þó samt grófustu atriðunum í óperunni, og á þeirri frumsýningu líkaði múgnum mjög vel við, og sló sú ópera í gegn. Óperan Tosca var fyrsta verismo ópera Puccinis. (verismo þýðir meira jarðbundin, meira raunhæft). Tosca var eins og margar aðrar óperur upphaflega leikrit. Var tekið mjög vel á móti þessu stykki, enda er það gríðarlega flottJ þar er nú smá saga sem fylgir því.Bæði Puccini og Verdi vildu fá að skrifa óperu eftir leikritinu, en Guilio Ricordi (útgefandinn) réð því hvor fengi verkið. Og sagan segir að hann hafi valið Puccini af því hann var yngri! Þori samt ekki að sverja uppá það. Tosca var einnig sett upp hér á landi, og er mjög stutt síðan meira að segja. Heppnaðist sú uppfærsla mjög vel, en ekki eins og í einni þeirra í London, held ég að það hafi verið. Þar sem í endanum þegar Tosca fleygir sér úr kastala turninum s.s. í þeim tilgangi að fremja sjálfsmorð. En dínan sem hún átti að lenda á var ekki alveg að fúnkera, því hún virkaði eins og trampolín, þannig að endirinn var skemmdur því Tosca skoppaði aftur upp þrisvar í viðbót. J
Það er einmitt í þeirri sýningu þar sem uppáhalds arían mín er “E Lucevan la stelle” sungið af Cavaradossi (góði kallinn).
Á þessum tíma kvæntist hann Elviru Gemignani, ekkju með son. Puccini var alræmdur kvennabósi, og var það einmitt það sem steipti næstum hjónabandi hans fyrir stól. Árið 1909 þá grunaði Elviru að hann ætti í ástarsambandi við eina þjónustustúlkuna. Tók hún þá upp á því að draga stúlkuna niðrá á torg og smána hana fyrir framan bæjarbúa, sagði að hún væri að tæla mann svo og fleira. Var það of mikið fyrir aumingja stúlkuna og framdi hún því sjálfsmorð, en þegar læknar rannsökuðu hana var komist að því að hún var saklaus. Hafði þetta gríðaleg áhrif á Puccini og var ein aðal ástæða fyrir því að hann skrifaði ekki aðra óperu í næstum átta ár.
Þegar hann byrjaði aftur þá skrifaði hann óperuna La finciulla del West og fór hann mikið í tækniatriði í þeirri sýningu. Hún var mjög vel skrifuð, en hann fékk gagnrýni út á það að hann endurtæki sig í verkum sínum. Var það líka kannski ástæðan fyrir því að sú ópera var ekki sýnd mikið fyrir utan Ítalíu.
Þegar Puccini var á 60s aldri var hann ákveðinn í að skrifa eitt loka stórverk, og skrifaði hann þá turandot, skrifað eftir samnefndu leikriti eftir Gozzi (ítalskt leikritaskáld) þar sem hann fer ekkert alltof vel með kínverksa söngva, en í þeirri óperu er einmitt arian “Nessun Dorma” sem er ein þeirra aría sem ég held að allir hafi nú heyrt.(prinsinn Calaf er að syngja til illu og köldu prinsessu Turandot)
Hann náði þó ekki að klára þá óperu, tvær seinustu senurnar voru kláraðar af Franco Alfano.
Hann lést 29.nóvember, úr krabbameini í hálsi árið 1924 í Brussel. Hann er sá seinasti stóri óperutónskáld frá Ítalíu. Mjög vanmetin að mínu mati, og er alltof oft borinn saman við aðra. Hann var ekki neitt undrabarn, þvert á móti, hann byrjaði sem fátækur námsmaður, sem þurfti að vinna mikið til að komast svona langt.