Hverjir hér eru á leið að taka stigspróf í hljóðfæraleik? Eða þá spyr ég aðalega, er einhver hér á leið að taka prófið í fiðluleik? og tel ég þessa spurningu eiga heima hér á áhugamálinu “Klassík” þar sem fiðlan er mjög klassískt hljóðfæri. Hvað verður þá spilað á prófinu? Svona ef það er einhver að fara taka það annar en ég =P sem ég veit, en ég á við annar hugari.

Ég er á leið að taka Grunnstigspróf í fiðluleik og það sem ég hef í samráði við fiðlukennarann minn ákveðið að spila er:

Æfing númer 46 úr bókinni “F.Kuchler II hefti”
Sænska þjóðlagið “Vem kan segla forutan vind”
Tónstigarnir:
D-dúr
B-dúr
g-moll
a-moll
krómantískur
Concerto No. 2 (3rd Movement) eftir F.Seitz
Conserto No. 5 (1st Movement) eftir F.Seitz
Conserto in A Minor (1st Movement) eftir Vivaldi

og svo kemur ólesið efni á prófinu líka =) ef einhver á leið í prófið les þetta…hvað er á þinni dagskrá að taka?