Vanmetin tónskáld
Hér vil ek rita nokkrar línur um afar vanmetin tónskáld ef svo mætti orða það. Mikilsmetin tónskáld eru tónskáld eins og Mozart og Beethoven sem eru á allra manna orði.
En vanmetin tónskáld eru til eins og Franz Danzi sem var sonur sellóleikara. Sellóleikari þessi var í Sinfóníu og kenndi syni sínum á fiðlu, píanó, selló og síðast en ekki síst kenndi hann syni sínum söng. Drengurinn byrjaði afar snemma sjálfur að semja tónverk eða þegar hann var orðinn 15 ára. Drengurinn byrjaði tónlistarferil sinn sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit áður en hann varð 15 ára. Franz Danzi samdi einn hornkonsert sem er að mínu mati sá flottasti og fallegasti sem nokkurntíma hefur verið saminn af tónskáldi. Fyrsti kaflinn byrjar á inngangsstefni frá hljómsveitinni og einleikarinn tekur við með afar fallegu sólói sem gengur þónokkuð áfram. Hljómsveitin kemur með ítrekunina, einleikarinn kemur með þessa fallegustu kansötu sem ég hef heyrt og hljómsveitin að lokum með niðurlagið. Næst tekur við rólegur adagio eða andante kafli og síðast er það Rondo Allegro kaflinn sem byrjar strax á flottu og hröðu stefi einleikarans sem gengur í gegnum allan kaflann.
Næst tónskáld sem er á dagskránni er Franz Antonio Rosetti. Ég veit því miður ekki nóg um hann og hef reynt að afla mér meiri uppl. um hann sem hefur bara mistekist en það kemur að lokum. Franz Antonio Rosetti samdi hvorki meira né minna en 17 hornkonserta fyrir 1 horn og 7 hornkonserta fyrir 2 horn. Reyndar skal tekið fram að ekki eru allir konsertarnir fyrir horn og hljómsveit því sumir eru fyrir horn og litla kammersveit eða minni hóp. Það þarf samt alls ekki að vera neitt verra og er eiginlega bara miklu betra og jákvæðara. En ef maður veltir fyrir sér hvað það var sem hvatti Rosetti til þess að vera svona duglegur að semja hornkonserta þegar hann sjálfur spilaði ekki á horn? Það krefst ítarlegrar umhugsunar. En hér er listi yfir alla hornkonsertana hans.
Að lokum er hér smá tengill á disk með hornkonsert í Es-dúr e. Haydn, Hornkonsertinn hans Franz Danzi, Hornkonsert e. Rosetti í Es-dúr, Hornkonsert nr. 2 e. Mozart og að lokum Concertino e. Michael Haydn. Konsertarnir eru í túlkun Hermann Baumanns en Concertinoinn er í túlkun Dale Clevenger og eru þeir með sitt hvora kammersveitina eða sinfóníuhljómsveit til stuðnings.
Myndirnar og heimildir voru teknar af www.haydn.dk til að koma í veg fyrir allan misskilning. Ég mæli náttúrulega með því að ef þið viljið hlusta á hornkonserta þá skuluð þið útvega ykkur útgáfu með Hermann Baumann því aðrar útgáfur eru líklegar til að vera lélegar sbr. það að ég fann útgáfu með öllum hornkonsertum Mozarts (4) og konsertino og maður fann villur þar sem hornleikarinn bindur ekki sem minnkar skemmtanagildi konsertsins niður um helming sem er afar slæmt. Reyndar eru til upptökur afar frægar með Dennis Brain sem eru mjög góðar eins og upptökur með Hermann. Dennis var frægur einleikari frá Englandi. Pabbi hans var 1. hornleikari í útvarpshljómsveit BBC, afi hans var hornleikari og frændi hans. Bræður hans voru tréblásarar o.s.frv. Því miður lést greyið maðurinn í bílslysi á Jagúarnum sínum.