Vil taka það fram að þetta er ekki c/p. Ég lærði um Beethoven í skólanum og ákvað að skrifa um hann grein hér á huga.
—————–
Ludwig van Beethoven fæddist í Bonn í Þýskalandi árið 1770. Faðir hans var organisti og söngvari. Þegar hann uppgötvaði óvenjumiklar tónlistarfáfur hjá syni sínum reyndi hann að gera drenginn að undrabarni og vonaðist til að hann yrði eins frægur og Mozart var sem barn. Það tókst þó ekki enda þótt faðirinn þvingaði drenginn til að sitja við píanóið dögum saman. Síðar naut Beethoven tilsagnir hjá góðum kennurum og varð þekktur píanó leikari. Einkum undruðust menn menn hæfileika hans og til að leika fingrum fram. Mesta aðdáun og virðingu hlaut hann þó fyrir tónsmíðar sínar.
Beethoven var ekki aðeins undrabarn, hann var líka með vissum hætti vandræðabarn, hann var oft erfiður og illa liðinn, illa til fara, skapvondur, og argur og áberandi að hann skorti almenna kurteisi.
Hann varð ástfanginn af hefðarkonum sem voru langt yfir hann hafnar og þannig voru það vonlausar ástir. Ein þeirra hét Elíza og hann lét eitt laganna sinna heita til Elízu.
Þegar að Beethoven var rúmlega þrítugur að aldri fór hann að kenna eyrnasjókdóm. Eftir það dofnaði heyrinin smám saman og loks varð hann heyrnalaus. Síðustu æviárin lifið hann því nær einangraður frá umhverfi sínu. Þeir sem þurftu að tala við hann þurftur að skrifa á blað sem þeir ætluðu að segja eða tala mjög hægt svo hann gæti skilið og lesið af vörum þ. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hélt Beethoven áfram að vinna við tónsmíðar og skrifaði mörg sinna merkustu verka eftir að hann missti heyrinina.
(f.1770, d.1827.)