Ég ætla núna að upplýsa ykkur um mestu tónskaldaþjóðflokk í heimi. Ég tala auðvitað um Þýskumælandi ríkin.
Mozart, Beethoven, Johan Straus sr., Johan Straus jr., Carl Orff og margir fleiri koma frá þessum þrem löndum í miðevrópu. Ástæðan, ég ætla að glugga svolítið í hana.
Mín kenning er sú að uppeldi og umhverfi þeirra hafi skipt meginmáli í að móta þessi stórverk sem enn í dag glymja um allan heim. Tökum sem dæmi Austurríki og Þýskaland(Prússland). Bæði lönd sem hafa ætíð hýst vel menntað fólk, mikla menningu og ekk má gleyma þeim mikla aga sem ríkti þar um slóðir. Aginn, já, í gamla Prússlandi voru bestu menntamenn í heimi, allir menningarlegir og fróðir sem seinna áttu eftir að móta heila Beethovens og þeirra. Samt skipta auðvitað hæfileikar máli en þessi tónskáld hlutu öll mjög svipað uppeldi og þau lifðu í sama umhverfi. Það sést líka á verkum þeirra og þau eru öll tiltörulega lík ef þú pælir í því. Endilega að hjálpa mér að botna þessa kenningu. Takk fyrir mig kæri lesandi.
Kveðja, Heineken - Heineken.