Igor Stravinsky Igor Stravinsky (1882 - 1971) fæddist í Oranienbaum, nálægt St. Pétursborg, 1882 og var sonur óperu söngvara. Hann stundaði nám í St. Pétursborg og byrjaði að læra á píanó 9 ára gamall. Hann kynntist síðar tónskáldinu Rimsky-Korsakov þegar að hann var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni upp í sveit. Rimsky-Korsakov gerðist kennari og leiðbeinandi Stravinsky (Stravinsky flutti meðal annars sína frystu píanó sónötu á setri Rimsky-Korsakov og sinfóníu í es). Stravinsky hafði enga aðra tónlistar mentun en hann nam lögfræði í nokkur ár en hætti því árið 1905 og giftist þá frænku sinni Katerina Nossenko og áttu þau fjögur börn.

Árið 1909 voru Scherzo fantastique og Feu d´artifice flutt í St. Pétursborg. Meðal áheyrenda var Sergei Diaghilev (1872 - 1929), framkvæmdastjóri Ballet Russes, og vantaði honum tónskáld fyrir Parísar tímabilið árið 1910. Hann ákvað að reyna hinn unga Stravinsky og bað hann að semja tónlist fyrir L´oiseau de feu (Eldfuglinn), sem er byggt á Rússneskri skáldsögu. Eldfuglinn sló í gegn og kom Stravinsky á kortið vegna snilldar og litríkra tóna.

Stravinsky samdi annan ballet fyrir Diaghilev og var það Petrushka. Það var frumflutt í París árið 1911 og hlaut það líka mjög mikillar velgegndar. Árið 1912 vann Stravinsky að þriðja balletnum fyrir Diaghilev, Le sacre du printemps (Vorblót). Frumsýningin olli hneykslum meðal áhorfenda enda inniheldur verkið fullt af ofbeldi.

Þegar að fyrri heimstyrjöldin hófst flúði Stravinsky ásamt fjölskyldu sinni til Sviss, þar vann hann að nýjum ballet, Les noces (Brúðkaupið), samin fyrir fjögra-hluta kór, fjóra einleikara, fjögur píanó og slagverk. Árið 1918 var stravinsky byrjaður að gera óhefðbundin verk eða neo-klassísk verk t.d. L´historie du soldat (Dáta saga) sem er fyrir þrjá leikara, dansara og litla kammersveit, og balletinn Pulcinella og var hún futt þann 15. maí árið 1920 með leikmuni og búninga hannaða af Picasso. Seinna þá umskrifaði hann verkið fyrir selló og píanó og fyrir fiðlu og píanó.

Eftir stríðið settist Stravinsky að í Biarritz í Frakklandi. Þar samdi hann mikið af verkum fyrir blásturshljóðfæri, t.d. Blásturshljóðfær Sinfónían (tileynkuð Debussy) og konsert fyrir piano og blásara. Hann samdi einnig á þeim tíma verkið Mavra: eins þátta óperu sem er byggt eftir Pushkin, og Les noces. Þessi tvö verk merktu enda rússneska tímabilsins. Á sama tíma hélt hann framhjá eiginkonu sinni með giftri leikkonu, Vera Soudeikine, en henni tileinkaði hann blásara oktet sem að hann samdi á árunum 1922 -3.

Árið 1927 voru 20 ár síðan að ballet Diaghilevs komu fyrst fram í Paris og að því tilefni samdi Stravinsky óperu-óratóríuna Oedipus rex. Hvorki Dighilev né áheyrendum líkaði við þessa “nýjung” en nú til dags er þetta þekkt sem meistaraverk. Stravinsky var samt þegar byrjaður að slíta tengslin við Diaghilev vegan þess að næsti ballet, Appolon musagéte, var pantaður af bandarískum aðdáanda, konu að nafni Elizabeth Sprague Coolidge. Næasti ballet fylgdi strax á eftir, Le baiser de la fée (Álfa koss). Stravinsky fékk þó engar kvartanir frá Diaghilev vegan þess að hann dó í Feneyjum árið 1929. Sama ár var Stravinsky beðinn um að semja verk í tilefni 50 ára afmæli Sinfóníuhljómsveit Boston, “Symphony of Psalms”, og árið 1931 byrjaði samstarf milli hans og fiðluleikarans Samuel Dushkin, Stravinsky samdi fiðlu konsert og Duo Concertante fyrir fiðlu og piano tileynkað Dushkin.

Eftir að seinni heimstyrljöldin braust út þá flúði Stravinsky til Bandaríkjana vegan dauða dóttur-, konu- og móður sína. Hann giftist Vera Soudeikine, settist að í Hollywood og sótti um bandarískan ríkisborgararétt. Meðal fyrstu verka sem að hann samdi í Bandaríkjunum voru: Circus Polka, Scénes de ballet, Danses concertantes og Ebony Concerto fyrir jazz klarínettu leikarann Woody Hermann (1913-87). Síðasta neo-klassíska verk Stravinskys var “The Rakes Progress”. Það var frumflutt í Feneyjum, september, árið 1951.

Eftir “The Rakes Progress” breytti Stravinsky um stíl. Hann kynntist stjórnandanum Robert Craft, aðdáandi Schoenberg, og kynnti honum tónlist “the Second Viennese School”. Fyrsta tilraun hans í þeim dúr var verkið Canticum sacrum, og á eftir því komu verkin Agon og The Flood byggt á sakamála leikriti Yorks og Chesters.

Flest öll verk sem að Stravinsky samdi í seinni tíð voru öll byggð á trúarlegum athöfnum, þar með talið: Threni, kantatan A sermon, Abraham og Ísak, og Introtitius. Síðasta verkið sem að Stravinsky samdi var Sálumessa Canticles fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Árið 1969 flutti Stravinsky og eiginkona hans til New York en hann dó þar tveim arum síðar. Gröf hans er nálægt gröf Diaghilevs í Feneyjum.

Heimildir: The Great composers eftir Wendy Thompson og Classical Music eftir Pholip G. Goulding
——————————————