Franz Joseph Haydn fæddist árið 1732 í Rohrau sme er borg milli Austuríkis og Ungverjalands. Faðir hans var vagnsmiður og mjög hrifin af þjóðlagatónlist og varð Haydn fyrir miklum áhrifum frá honum.
Kórstjóri St. Stephens dómkyrkjunnar í Vín heyrði Haydn syngja og bauð honum að vera með í kórnum sem hann þráði og var þar þar til hann fór í mútur. Haydn keypti píanó og hóf að kenna á það, jafnframt bætti hann hljómborðsleik sinn og tónlistarkunnáttu.
Þegar Haydn var 27 ára réð Morzin greifi hann til að stjórna einkahljómsveit sinni og þá samdi Haydn sína fyrstu sinfoníu. Paul Esterházi prins veitti honum athygli og réð hann semtil aðstoðartónlistarstjóra síns. Prinsinn spilaði sjálfur á fiðlu og selló og hann langaði til að bæta ímynd hirðarinnar með flutningi á óperum og hljómsveitartónlist. Er Paul prins lést tæpu ári síðar tók bróðir hans, Nikolaus við. Hann hafði kostnaðarsamar hugmyndir og óskaði eftir stöðugum straum af tónverkum frá Haydn. Prinsinn lét byggja 400 sæta leikhús þar sem átti að vera uppákoma á hverjum degi. Fimm árum síðar bætti hann við sérstöku brúðuleikhúsi þar sem einnig voru fluttar óperur Haydns.
Árið 1784 var Haydn beðinn um að semja sex sinfoníur fyrir Parisian Masonic Lodge, og urðu þær þektar sem parísarsinfoníurnar.
Frægð hans barst til spánar þar sem hann var beðinn um að semja óatoríu sem flytja átti föstudaginn langa í dómkirkjunni Cádiz. Þetta urðu hinir sjö drungalegu kaflar óratoríunnar sjö hinstu orð frelsarans á krossinum.
Árið 1790 lést Nikolaus prins. Sonur hans Anton, skar niður mikið af óþarfa kostnað hirðarinnar og hljómsveitin var ein af því.
Haydn var boðið rífulegur lífeyrir fyrir dygga og langa þjónustu. Hann fór til London þar sem honum var tekið á móti sem stjörnu og Háskólinn í Oxford sæmdi hann heiðursnafnbót sem Haydn endurgalt með því að semja oxford sinfoníuna. Haydn snéri sér aftur heim til Vínar eftir dauða Antons Esterházy prins en hinn nýi prins Nikolaus II, vildi fá hann sem tónlistarstjóra. Haydn hóf að móta tónlistarlíf nýju hirðarinnar en nýi prinsinn var ekki hrifinn af hljómlistarverkum hanns og hóf því Haydn að semja röð af messum en þær fela í sér alla þekkingu hanns á óperum og simfoníum. Í tilefni 76 ára afmæli hanns var viðstaddur viðhafnarsýningu á Sköpuninni sem haldin var honum til heiðurs.
Þetta var í síðasta sinn sem hann sást á almannarfæri. Ári síður lést hann.