Ég vona að við eigum eftir að verða dugleg að senda inn á þetta áhugamál og halda því lifandi.
Wolfang Amadeus Mozart fæddist í Salzburg í Austurríki árið 1756 og var sonur Leopolds,tónlistarstjóra hjá erkibiskupunum í Salzburg.
Þriggja ára gamall lék hann á píanó og var byrjaður að semja tónlist þegar hann var fimm ára og sýna menúettar hans frá þessu tímabili undraverðan skilning á formum.
Eldri systir Mozart, Maria Anna var einnig hæfileikaríkur hljómborðsleikari og árið 1762 fór faðir þeirra með þau í stutta tónleikaferð til hirðanna í Vín og Munchen.
Viðtökurnar hvöttu þau áfram og fóru þau einnig í lengri tónleikaferð til Versala.
Mozart samdi fyrstu þrjár sinfoníurnar árið 1764 í London.
Árið 1788 urðu til tvær bestu sinfoníur Mozarts. Sinfonía nr.40 í hinni dapurlegu tóntegund g-moll, er í hrópandi andstöðu við hina jákvæðu sinfoníu nr.41
Hann veiktist haustið 1791 og lést 5.desember og var grafarinn einn viðstaddur jarðaför hans.
Sögusagnir um að Mozart hafi byrlað eitur voru lífseigar í Vín eftir dauða hans og margir töldu að keppinautur hans, tónskáldið Antonio Salieri, bæri ábyrgð á því.
Nú telja menn hins vegar að um hjartabilun í kjölfar gigtarsóttar hefði valdið dauða hans.
Arfðleið Mozart var ómælanleg.
Hann var meistari í hverju tónlistarformi sem hann fékkst við og skapaði afburðargæði sem hafa verið síðari kynslóðum tónskálda innblástur.
Kv,
Agatha
————————————————-