Jibbí, bara komið áhugamál fyrir klassíska tónlist, svona til að koma þessu gang ætla ég að koma með eina grein sem er reyndar fyrirlestur sem ég var með í sögu fyrr í vor.


Bach

Johann Sebastian Bach, fæddur 21. Mars 1685 í Eisenach í Þýskalandi.
Faðir hans, Johann Ambrosius var fiðluleikari mikill og spilaði með ráðhúshljómsveit bæjarins og seinna meir átti mikinn part í því að koma Bach inní tónlist með því að kenna honum aðeins á fiðluna, því hann vildi að Bach yrði tónlistarmaður þar sem öll Bach ættin var í tónlist á einn veginn eða annan.
Móðir hans, Elisabeth Lämmerhirt var mjög elskuleg kona og umhyggjusöm húsmóðir.
Bach var 8. barn þeirra hjóna, móðir hans lést 1694 og faðir hans ekki nema ári síðar.
Þá tók elsti Bróðir Bach, Johann Christoph hann og einn annan bróðir hans, Johann Jacob í fóstur. Hann bjó í Ohrdruf og var organisti í kirkju bæjarins og hafði verið það frá 1690.
Christoph bróðir hans hafði mjög gaman af því að kenna Bach á Píanó en sagt er að Christoph hafi verið mjög afbrigðisamur þegar hann byrjaði að taka eftir hæfileikunum sem Bach var gæddur og reyndi allt til að koma í veg fyrir það að Bach fyndi það út sjálfur með því að láta hann endurtaka allt aftur og aftur og fræðimenn eru alls ekki hræddir við það að kalla hann illgjarnan og leiðilegann fyrir það hvað hann gerði Bach.
Christoph hélt nótnabók, þar sem hann lék sér við það að færa inn nótur úr verkum frægra listamanna, svo sem Froberger, Pachelbel, Kerl og fleiri sem allir voru frægir tónlistarmenn á þessum tíma, Bach bað bróður sinn oft um að lána sér þessa bók, en það vildi Christoph ekki. Þrátt fyrir neitum bróður síns var löngun Bachs svo mikil að læra nótur að hann stalst í bókina af og til og varði næstum ári í niðamyrkri á nóttunni að afrita alla bókina sem serti sjón hans mjög mikið sem átti eftir að koma niður á honum þegar hann varð gamall. Svo þegar hann var að leggja lokaplóg á bókina fann Christoph bókina og brenndi hana með honum áhorfandi.
Þegar Bach var orðinn 15 ára þoldi hann ekki lengur vistina og réð að fara frá honum til að reyna afla sér frekari menntunar í mun frjálslegra umhverfi.

15. Mars 1700 lagði hann á stað til Lüneburg með félaga sínum George Erdmann, þar sem hann var munaðarlaus á þessum tíma var hans eini kostur að fara syngja með kirkjukórnum í Lüneburg til að borga skólavistina við háskólann “Ritterakademi”, kirkjan hét Michaeliskirche eða St. Michales Church.
Tíminn leið, og rétt í enda veru hans í Lüneborg er talið að hann hafi fengið mikinn tíma til að æfa sig á Píanó eða Orgel því rétt eftir þetta tímabil fór hann að semja sín fyrstu verk, önnur kenningin er sú að hann hafi á þessum tíma sótt æfingartíma hjá manni að nafni George Böhm sem átti svipaða fortíð og hann og margir telja að Bach hafi verið undir áhrifum tónlistar Böhm þegar hann samdi sín fyrstu verk. Einnig er búið að hálfsanna að Bach var líka undir áhrifum frá 78 ára organista frá Hamborg að nafni Johan Adam Reinken sem var af Hollenskum ættum og spilaði í Katharinenkirche eða ‘Catrine Church’, Reinken átti víst að hafa verið kennari Böhm á hans yngri árum þegar hann var búsettur í Hamborg.
Bach fór einnig nokkru sinnum til Hamborgar til að kynna sér verk Reinken betur, þar á meðal ein ferð sumarið 1701 þar sem hann fór til að heyra Reinken spila og kynna sér fleiri orgel leikara frá Englandi, Hollandi og Frakklandi.
Það var í kringum páskana 1702 þar sem Bach var valinn til að verða organisti í bænum Sangerhausen en svo koma í ljós að hertogi Saxony-Weissenfels var þegar búinn að finna frambjóðanda í starfið, en áður en Bach frétti það var hann þegar kominn þangað, en vitað er að hertoginn réð hann sem sinn þjón því til eru skrár um laun sem greidd voru Bach á þessu tímabili, en dvöl hans í Weimar (Sanghausen) var ekki löng því hann kom 1703 og fór 1703 vegna þess að honum bauðst vinna sem organisti í Arnstadt.
Í ágúst 1703 fékk hann sína fyrstu “alvöru” vinnu sem organisti við Neue Kirche eða ‘New Church’ í Arnstadt sem var þriðja og nýjasta kirkja bæjarins með besta orgeli sem hægt var að fá á þessum tímum og nú vissi Bach að hann var kominn í eitthvað skemmtilegt og vissi það einnig að fólk var farið að þekkja hann sem “alvöru” organista núna.
Yfirmenn kirkjunar voru hreint ekki ánægðir með hann í fyrstu, hann neitaði að æfa með skólakór kirkjunar, enda var það ekki með í neinum samningi sem hann undirritaði,
hann lenti í miklum deilum við söfnuðinn og lenti í slagsmálum við básúnuleikara kirkjunnar sumarið 1705 eftir að Bach hafði kallað hann eitthverjum illum nöfnum.
Seinna árið 1705 fékk hann 4 vikna leyfi frá störfum til þess að skreppa til Lübeck til að kynnast tónlistar Dietrich Bextehude, þetta var í Október og eins og fyrr sagði: fjórar vikur… en Bach skemmti sér svo vel að hann kom ekki til baka fyrr en seint í Janúar og kirkjusöfnuð Arnstadt varð alls ekki skemmt, allskyns sögur komu til þeirra, þar á meðal að Bach hafði verið að gamna sér með “óþekktri stúlku”, Marie Barbara að nafni sem seinna meir varð fyrsta konan hans.
En dagar Bach í Arnstadt voru taldir og vildi hann snúa sér að eitthverju öðru, fékk hann þá nýja stöðu í Mühlhausen, sagði hann þá upp starfi sínu í Arnstadt.
Organisti Mühlhausen hafði dáið Desembermánuð 1706 og borgarbúar voru orðnir dauðþreyttir á tómleikanum í messum svo Bach var fenginn til að fylla í skarðið páskana 1707, Nokkru seinni giftist hann fyrrnemdri stúlku sem var reyndar frænka hans, giftu þau sig í kirkju Dornheim.
Ekki dvaldist hann lengur en 1 ár í Mühlhausen, fór hann þá í annað sinn suður til borgarinnar Weimar, þar dvaldist hann frá árinu 1708-1717, það var árið 1708 fæddi Marie Barbara fyrsta barn þeirra hjóna, Catharina Dorothea, annað barnið ól hún árið 1710, Wilhelm Friedemann og það þriðja 1714, Carl Philipp Emanuel. Catharina var eina barnið sem ekki var alin upp til að verða tónlistarmaður.
Tíminn leið, Bach varð frægari og frægari með degi hverjum og mjög háttsettir menn voru byrjaðir að borga honum fyrir að semja tónverk, svo gerðist það að frægt tónskáld að nafni Louis Marchand, sem vildi keppa við Bach í einskonar einvígi á orgel, Bach gekkst að þessu, en rétt fyrir einvígið var Bach að æfa sig fyrir það og sögurnar segja að Marchand hafi verið að fylgjast með og misst allan kjark til að keppa, þannig að hann flúði á brott og ekkert er talað meira um hann í sögu Bach.
Mikið af frægustu verkum Bach væru samin í Weimar yfir þennan tíma, síðan var það árið 1717 fluttist Bach til Köthen, skildi fjölskyldu sína eftir í Weimar til þess að sinni nýju starfi.
Fékk hann mikið frelsi í þessu starfi og mikla blessun háttsettra mann í bænum.

Það var svo árið 1720 fékk hann þær fréttir að kona hans, Marie Barbara hefði látist úr miklum veikindum og systir hennar tæki öll 3 börnin hans í fóstur.
Bach var nú orðinn 35 ára gamall er hann hitti seinni eignkonu hans, Anna Magdalena Wilcken og giftu þau sig 3. Desember 1721, svo 2 árum seinna fluttist Bach til Leipzig og eignaðist með Önnu Magdalenu ekki meira né en en 12 börn frá árinu 1723 til 1742, átta af börnunum tólf dóu við fæðingu, og þegar Anna ól síðasta barnið árið 1742 var hún orðin 41 árs og Bach orðinn 57 ára.
Það var samt árið 1729 sem Bach ákvað að hætta öllum kirkjuvinnum og einbeita sér að sínum verkum.
Síðustu ár lífst hans hélt hann mikið af tónleikum fyrir mikið af stórmennum, ef ég færi að telja það upp gæti þetta erindi verið allt uppí hálftími.
Bach lést 28 júlí 1750, borinn til grafar 30 júlí.
Níutíu og þremur árum síðar eða árið 1843 var maður að nafni Mendelson Bartholdy sem tók saman mikið af verkum eftir Bach sem var ekki langt frá því að vera gleymdur á þessum tíma, þá fyrst byrjaði fólk að líta á hann sem þennan snilling sem hann er, fólk leit hvort á annað og spurði: “Hvernig stendur á því að við höfum aldrei heyrt þessa fallegu tónlist og dásamlegu tónsmíð áður”.
Mendelson hrópaði til áhorfenda: “Sjá, mikill maður hefur lifað meðal vor. Skært og bjart ljós hefur skinið fyrir augum vorum, en vér höfum verið blindir og ekki séð það. En sjáið nú og heyrið! Þú hin nýja kynslóð – ger þú þér far um að skilja! Héðan af skal lífstarf hans aldrei gleymast svo lengi sem nokkur menning er til á vorri jörð!”.