Sælir notendur.

Þessi tilkynning er til þeirra sem koma hingað inn til þess að haga sér eins og bjánar.

Undanfarin misseri hefur verið mikið um það að æðislega fyndnir notendur koma með virkilega ósmekklega þræði og svör á áhugamálið, þar sem þeir lýsa misþyrmingum sínum á dýrum.

Þetta er ekkert grín og harkalega verður tekið á þessu. Í framtíðinni verða brot á reglum áhugamálsins mun grófari og haft verður samband við viðeigandi yfirvöld sem munu taka á þessum málum.

Vitnað er í lög um dýravernd, 1994 nr. 15 16. mars:

II. kafli. Meðferð dýra, vistarverur og umhirða.

2. gr. Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli.

3. gr. Eigendum eða umráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu.
Tryggja skal dýrum eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Koma skal í veg fyrir hávaða þar sem dýr eru höfð í vörslu.
Eigendur og umráðamenn dýra skulu fylgjast með heilsu þeirra og gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma megi í veg fyrir vanlíðan dýranna. Sérstakt eftirlit skal haft með dýrum sem haldin eru á tæknivæddum stórbúum, sbr. 7. gr. laga nr. 46/1991, um búfjárhald, og sérákvæði í reglugerðum um einstakar búfjártegundir.

19. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, varða sektum eða [fangelsi allt að einu ári].1) Ef brot er stórfellt eða ítrekað getur það varðað fangelsi allt að tveimur árum.
Hlutdeild í brotum og tilraun til brota á lögum þessum er refsiverð.

Vonandi sjáið þið að þetta er ekkert grín og þessu verður framfylgt ef notendur gerast brotlægir af þessu. En við vonum þó að það komi ekki til þess.

Höldum áhugamálinu og innihaldi þessu góðu og gerum þetta af góðum stað fyrir alla kattaeigendur og áhugamenn.

Með bestu kveðju,

Steini.