Sjóðbullandi Sexy! Er dom í svefnherbergi Vefstjóra.
Af hverju sjúga sumir kettlingar ull? Er það hættulegt?
Rétt eins og ungbörn þykir kettlingum gott að sjúga, jafnvel eftir að búið er að venja þá frá móður sinni. Sumir kettlingar taka upp á því að sjúga ýmiss konar efni, einkum ull. Þetta ætti helst ekki leyfa þar sem kettlingurinn gleypir þræði úr ullinni sem geta valdið harðlífi eða þarmastíflum. Best er að fjarlægja efnið sem kettlingurinn vill sjúga ef það er hægt. Því hefur verið slegið fram að kettlingar sjúgi fremur ull þegar þeir eru svangir eða ef þeir fá ekki nóg af *fíberefnum í mat sínum. Reynandi er að gera tilraunir með breytingar á mataræði og athuga hvort það kemur að gagni - stundum er gott að gefa þurrmat með öðrum mat til að bæta úr þessu. Hægt er að gefa aukaskamt af *fíberefnum, svo sem *hveitiklíð, blandað í matarskammtinn.