jæja nú ætla ég að skrifa eitthvað um hljóðin sem þessar elskur gefa frá sér
Malið: Allir vita nú hvað það táknar, Þegar kisa malar þá líður henni vel og hún er örugg.
Urrið: Kettir urra oft þegar þeir eru hræddir, þegar fólk nálgast sem þeir eru hræddir við og þegar hundar gelta.
Kettir urra til að láta andstæðingin vita að þeir séu að fara að gera árás.
Kettlingar urra líka oft þegar mamman er að siða þá til, það bjargar þeim frá slysum og jafnvel bana. Þetta sést á kettlingum sem teknir eru mjög ungir frá móður sinni. Þeir stofna sér oft í óþarfa hættu og eru fífldjarfir.
Mjálmið: Allir kettir mjálma, bara mismikið. Sumir mjálma mjög sjaldan og aðrir frekar mikið. Ef mar lærir nógu vel á köttinn sinn þá skilur mar á mjálminu hvað hann meinar eða vantar.
Mjálmið getur verið kveinandi, hvetjandi, spurjandi, æsandi, hræðandi og margt fleira.
Breim fresskattarins hljómar eitthvað á þessa vegu “me-arr-rá” með skrollandi R-in. Þeir geta líka orðið aðeins djúpraddaðri
“Gagg”: Margir hafa tekið eftir að kettirnir sínir “gaggi” man að það var eitthver með áhyggjur af því hér fyrir skömmu líka. Þegar kettir gagga táknar það veiðilöngun, einkum ef þeir ná ekki bráðinni. T.d flugur sem eru fyrir utan gluggan eða fljúga of hátt svo þeir geta ómögulega náð þeim.
Hvæs: er merki um fjandskap. Andlitið afmyndast og kötturinn fitjar uppá trínið.
Langdregið gól: Má oft heyra þegar tveir kettir koma saman. Það endar í hvæsi og er venjulega aðdragandi að slagi.
kurrandi urr: sem byrjar dimmt, en fær svo bjartari tón, táknar mikla ástúð. Þannig tala læður við kettlinga sína og högnin við þá útvöldu. Læður nota einnig þetta hljóð um fengitíman. Og heimiliskettir kurra ástúðlega þegar þeir sjá fólk sem þeim þykir vænt um.
Jæja vona að þið hafið haft eitthvað gaman af þessu. Eitthvað að þessu fékk ég úr bókinni um köttinn og restina bara úr hausnum á mé