Fyrir þá sem ekki vita hvað eyrnamerking er, þá er þetta hálfgert “tattoo” í eyra kattarins. Tölustafir og tákn eru “tattooveruð” í eyra.
Kötturinn er svæfður á meðan þetta er gert svo hann finnur ekkert fyrir þessu. Þetta er mjög oft gert þegar verið er að gelda ketti, gert bara um leið. Þannig var það með báðar mínar kisur.
Kettir eiga að vera merktir og virkar hálsól vel en þó ekki jafn vel og eyrnamerking. Ólarnar geta tínst en það er mjög tæft að eyrun fari eitthvað á flakk.
Allar eyrnamerkingar eru að sjálfsögðu skráðar, svo ef eyrnamerktur köttur finnst þá er minsta mál að finna uppá eigandanum. *flett flett* og Bingó!
Þannig að ef þið viljið halda í kettina ykkar þá ráðlegg ég ykkur að eyrnamerkja krílin.