Mikið rétt!
Í 5 ár átti ég besta kött í heimi, hana Ísold.
5. árið hennar hjá mér var hræðilegt. Henni leið illa og mér þótti rosalega leiðinlegt að horfa uppá það.
Við fluttum nefnilega á 4. hæð í blokk þar sem hún gat ekki farið út og hún var vön að fá að vera úti.
Líf hennar var farið að snúast um að sleppa út í viku-10 daga og í eitt skiptið kom hún kettlingafull heim.
Sjálfselskan í mér sagði mér í heilt ár að eiga hana.
Í sumar ákvað ég að láta hana frá mér því þetta gengi ekki lengur og hafði í raun aldrei gengið upp.
En nú býr hún uppí sveit! :D
Bætt við 11. nóvember 2008 - 15:35
Ég fékk síðan til baka son hennar og þessa læðu sem “fylgdi” með honum.
Konan fékk ofnæmi og við tókum þau að okkur í neyð. Við getum sjálfar ekki haft þau. Þau eru bara eins og Ísold, reyna stöðugt að komast út og eru íbúa blokkarinnar til stöðuga vandræða :(