Jú, svona vill fólk alltaf skilja þetta.
Og btw ég seldi hana ekki. Það er ekki hægt að verðsetja vini sína. Þeir eru svo óendanlega dýrmætir.
En sagan er svona frá mínu sjónarhorni.
Í 5 ár átti ég besta kött í heimi.
5. árið hennar hjá mér var hræðilegt. Henni leið illa og mér þótti rosalega leiðinlegt að horfa uppá það.
Við fluttum nefnilega á 4. hæð í blokk þar sem hún gat ekki farið út og hún var vön að fá að vera úti.
Líf hennar var farið að snúast um að sleppa út í viku-10 daga og í eitt skiptið kom hún kettlingafull heim.
Sjálfselskan í mér sagði mér í heilt ár að eiga hana.
20. maí gaut hún síðan 3 yndislegum kettlingum.
Um það bil sem þeir voru að fara að heiman var ég loksins til í að láta Ísold frá mér.
Hún fór á besta heimili sem henni gat boðist og var það uppí sveit.
Þar býr hún núna með fjölskyldu sinni og fær að fara út. Ég sakna hennar alveg ótrúlega mikið.
Fyrir mánuði síðan var hringt í okkur og sagt að það hefði komið upp ofnæmi á heimilinu sem einn kettlingurinn fór á. Kettlingurinn er loðinn fress, rauður án hvítu. Alger draumur!
Honum fylgdi að vísu 8 vikna læða sem væri bara illmennska að taka frá honum.
Við báðum um leyfi fyrir þeim í blokkinni og allir samþykktu, nema einn.
Hann var síðan til í líta framhjá þessu EF nagdýrin færu (hann var eiginlega áður búinn að banna kanínurnar, en ég fékk að hafa þær því hann fékk svo oft hunda í pössun. Ekki mikill dýrakarl. Fílaði bara hunda, held ég.)
Ég vona að fólk kalli mig ekki grimma manneskju fyrir að láta nagdýrin mín til að geta fengið aftur til baka kettling sem mér þótti rosalega vænt um. Ég vildi ekki missa hann.
Ég vil benda á það að ég fæ að fylgjast með nagdýrunum mínum þangað sem þau fóru og þau fóru öll á sama, góða heimilið sem er uppí sveit.
Takk fyrir að lesa.. þeir sem nenntu að lesa :')