Fyrir aftan fartölvuna er gott að vera. Útblásturinn frá kælikerfinu er svo notalega hlýr og kósý - brrrrrr! Verst bara að innsogið fyrir kerfið fyllist reglulega af hárunum okkar - með tilheyrandi yfirhitun og óvæntu tölvu ‘shut-down’!! :)
Úh! Ekki verið að skoða mikið hérna á Huga og því koma svörin seint :)
Nei - þetta eru ekki systkini. Maxí er fædd á Íslandi og er blanda af útigangskisa og norskum skógarketti ;) Móna er aftur á móti hollensk og hana fengum við frá dýraathvarfi. Hún hefur mjög spes feld - við rætur háranna er hún hvít en topparnir eru svartir - kallast víst ‘Reykt’ …eða Smoked …eða eitthvað álíka :)
Jú - glöggt til getið :) Þetta er hollenska en ég bý einmitt í Hollandi ….er þessa dagana að myndskreyta hollenskar kennslubækur :) …getur séð smá um það hérna: www.ingi.net
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..