Litla líf er týnd Litla Líf var í pössun í Mosarimanum í Grafarvogi en náði að laumast út og er væntanlega á leiðinni í Hafnarfjörð þar sem hún á heima. Þetta gerðist aðfaranótt laugardagsins 21.01.06. Hún er svört með hvítt á bringunni, með hvítar loppur og með svarta ól með merkitunnu. Í tunnunni er hún reyndar merkt sem Högni en með heimilisfangi og símanúmeri í Hafnarfirði þar sem hún á heima. Hún er eyrnamerkt 65510. Hún er mjög lítil í sér og er mannfælin. Endilega ef þið verðið vör við hana einhversstaðar hafiði þá samband í síma
862-7873 eða í Kattholt. Hennar er sárt saknað
Með fyrirfram þökk
Karen Peta og Högni Má