Ég myndi banna honum strax að naga og klóra hendur.
Það getur orðið erfitt að venja hann af því þegar hann eldist. Finndu þér frekar bangsa sem þú notar til að leika við hann í staðinn fyrir að nota hendurnar.
Svo ef kettlingurinn er að fara upp á borð þar sem hann má ekki vera þá er gott að skamma hann og setja hann niður á gólf. Og alls ekki bíða með að skamma hann, því fyrr sem þú byrjar því fyrr lærir hann.
Góð leið til að skamma ketti er að "hvæsa" á þá. (Koma með hátt "Hvssss" hljóð s.s.)
Og svo er annað - láttu taka læðuna þína úr sambandi 4-6 mánaða gamla. Á þeim aldri verður hún kynþroska og getur byrjað að breima (Breim = lóðarí hjá hundum, túr hjá konum t.d. Þá byrjar hún að leita endalaust að högna til að hjálpa sér og verður kettlingafull ef ekki er passað upp á hana).
Breim í læðum fylgir mikið væl og miklar flóttatilraunir svo best er að taka úr sambandi áður en það byrjar.
Og alls ekki byrja að hleypa henni út fyrr en eftir ófrjósemisaðgerðina, annars kemur hún bara kettlingafull heim og það er meira en nóg til af kettlingum nú til dags.
Ég myndi alls ekki mæla með því að setja kisuna á pilluna í staðin fyrir ófrjósemisaðgerð - hún er krabbameinsvaldandi og óþarfa vesen að þurfa að gefa henni töflu í hverri viku.