Fressinn minn mjálmar svo rosalega mikið.. hann er ca. eins árs + einhverjir mánuðir.
Hann vill ekki drekka úr skálinni sinni, og tek það fram að hún er alls ekki skítug og ég er dugleg að þrífa allt þarna í kring, hann vill bara drekka úr vaskinum.. og hættir ekki að mjálma fyrr en hann fær það sem hann vill, og hann mjálmar svo hátt og mikið og uuuuuuhu svo leiðinlegt! 

Svo annað með þann sama, þegar ég hef lokað inní svefnherbergi að þá vakna ég oft á næturnar við hann að klóra í hurðina og mjálma í alveg einhvern tíma (ég er hætt að opna fyrir honum). 
Og já þetta er orðið að vandamáli þar sem það kemur barn í húsið í haust og vil ekki hafa þessi læti í kringum barnið en vil ALLS ekki losa mig við þessa pirrandi elsku haha.

Vitið þið einhvað hvað ég get gert?

ps. hann er ekki geldur.. gæti þetta lagast eitthvað ef ég geldi hann?
&%$#"!