góða kvöldið
ég er með kettling sem ég er búinn að eiga í 2 vikur og hann er alveg snaróður !
hann hleypur um allt hús allan liðlangann daginn, svo þegar maður stendur upp þá setur hann upp krippu eða tekur kippi og hleypur burt og kemur svo aftur og stekkur upp i loft og allan fjandann! stundum bíður hann þangað til maður labbar frammhjá þá bítur hann mann eða stekkur á mann og hleypur í burt..hef átt kisur áður og aldrei lent í þeim svona óðum,
hann bítur og klórar eins og ég veit ekki hvað,
er hann eitthvað geðveikur eða bara hreinlega ovirkur?
Bætt við 21. maí 2011 - 02:07
gleimdi að minnast á hann ræðst á ALLAN FJANDA! stundum veggina eða stólana…