1. Hann þrífur sig aldrei, þurfum að dusta af honum öðru hverju því hann verður rykfallinn og er þvílíkt subbulegur. Fer líka massíft úr hárum, og ég er með ofnæmi. Einhver ráð við því?
2. Hann er mjálmandi alla daga og nætur, og virkilega asnalegt mjálm, svona nrrrrjárrnnn eitthvað, geðveikt hátt og hljóðið kemur alveg kreist úr maganum, óþolandi. Hann er að vekja mann 4-5 á næturna með þessu, og stanslausu hurðaklóri. Og hann pissar inni. Hjálp?
3. Hann er inniköttur afþví að við búum á efstu hæð í blokk, en um daginn fór vinur mömmu með hann út í garð að leyfa honum að skoða sig um, og eftir það þá situr hann við útidyrahurðina alla daga og vælir, stökk meira að segja út um gluggann einusinni. Myndum leyfa honum að fara út, en vandamálið er bara það að við erum hrædd við það því hann væntanlega kemst ekki inn aftur, og hann týndist einusinni í 17 daga og var næstum dauður. Hann er líka virkilega nálægt því að stökkva bara út um gluggann, en þá þurfum við að fara út að leita, sem mun örugglega feila einhverntíman. Erum að fara að láta gelda hann fljótlega, en ég efast um að það hjálpi, því hann er dálítið sérstakur. Vil bara ekki láta svæfa hann, ljótt.
…Meh.
“And Shepherds we shall be, for thee, my Lord, for thee.