Góðann daginn / kvöldið.

Ég á yndilegann kisustrák sem fæddur er 24.nóvember 2008. Hann er semsagt að verða 2 ára núna í nóvember.
Ég hef átt kisustrák áður, og er algjör dýravinur. Ég hef þó aldrei kynnst annari kisu sem hagar sér eins og minn gerir (þó svo að auðvitað eru engar kisur eins, sem betur fer, en stundum hallast ég að því að það sé eitthvað að).
Hann er innikisa og hefur alla tíð verið, þó fær hann mikið að fara út og er algjört dekurdýr, ég get ekki verið heilt kvöld í burtu ef ég veit að hann er einn heima.

Í stórum dráttum er þetta svona :
*Um leið og við fengum hann (var hann 10 vikna) máttum við alls ekki halda á honum, því hann stökk í burtu og likaði mjög illa við það. Gerir það enn í dag.
*Þegar það komu gestir var hann undir rúmi allan tímann (hann er þó hættur að láta svona og er frammi þegar gestir eru en hjartað alveg á fullu)
*Þegar labbað var á skóm inni var hann skíthræddur og faldið sig undir rúmi (hann er að venjast því, en ef hælaskór eru þá verður hann agalega stressaður)
*Hann kemur aldrei í fangið á manni, og gerist ÖRSJALDAN að hann leggist við hliðiná manni en um leið og maður fer að strjúka honum þá labbar hann i burtu
*Líka þegar hann er að leggja sig og ég kem til hans og klappa honum og hann malar og malar og færir sig svo eftir 2 minotur því þetta er komið gott
*Hann hvæsir á mig og hefur gert það hátt í 10 sinnum - t.d þegar ég gef honum harðfisk en missi stórann bita sem ég á eftir að klippa til að hann eigi euðveldara með að borða og hann nær honum og ég labba framhjá honum þá hvæsir hann, líka ef við erum að leika og ég er að kasta bolta og hann er með hann uppí sér heillengi og ég kem að honum, þá hvæsir hann.(eitthvað sem ég hef ekki heyrt að kisur eiga að gera við eigendur)
*Hann setur mjög oft upp krippu allt í einu og hoppar á alla veggi og mjálmar og mjálmar

-er þetta eðlilegt fyrir 2 ára gamlann geldan innikött? Mér finnst þetta vera svo grimmt. Ég gef honum alla mína ást (kannski of mikið) en ég hugsa um hann eins og barnið mitt og kaupi allt það besta handa honum, harðfisk um helgar, og túnfisk stundum, nýtt dót á 3 vikna fresti …

-Hann er samt alltaf rosalega glaður þegar ég kem heim og malar og malar og mjálmar á mig rosalega mikið og eltir mig útum allt, þegar ég fer á klosett á næturnar eltir hann mig, og þegar ég er i sturtu vælir hann ef ég loka og hann er rosalega háður mér. En að hann hvæsir svona á mig og leggst aldrei hja mer finnst mer vera voðalega furðulegt…

Geta kettir haft einhverfu ?

Endilega segið mér hvað ykkur finnst um kisustrákinn minn.. ég er farinn að verða örlítið smeik um þetta.

:)